Frambjóðandi til formanns Landverndar er:
Þorgerður M. Þorbjarnardóttir sem er 28 ára jarðfræðingur með meistarapróf í leiðtogafræðum tengdum náttúruvernd. Þorgerður hefur alla tíð haft áhuga á náttúrutengdum málefnum en hún var áður formaður Ungra umhverfissinna. Hún situr í stjórn Landverndar og vinnur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Með því að smella á myndina þá fáið þið nánari upplýsingar!
Frambjóðendur í stjórn Landverndar eru:
Situr í stjórn Landverndar og gefur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Ég er 29 ára líffræðingur og ritari Landverndar. Ég starfa á sviði loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Mínar áherslur í stjórn eru málefni líffræðilegs fjölbreytileika og bætt samstarf milli aðila í náttúruvernd, sérstaklega við ungt fólk.
Með því að smella á myndina þá fáið þið nánari upplýsingar!
Ég er “aðgerðarsinni á eftirlaunum” og hef stundað skógrækt í áratugi. Um nokkurra ára skeið vann ég við skógrækt og endurheimt votlendis á kirkjujörðum í samvinnu við Skógræktina og Landgræðsluna, auk þess sem ég var ritari Garðyrkjufélagsins í nokkur ár.
Með því að smella á myndina þá fáið þið nánari upplýsingar!
Situr í stjórn Landverndar og gefur kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu.
Gunnlaugur Friðriksson heiti ég og kom nýr inn í stjórn Landverndar á síðasta aðalfundi og hef því setið í stjórn í eitt ár. Starf stjórnar hefur verið með afbrigðum jákvætt og farsælt og að mínu mati hefur samstarf verið frábært milli stjórnar og starfsmanna samtakanna.
Með því að smella á myndina þá fáið þið nánari upplýsingar!
Ég bíð mig fram til setu í stjórn Landverndar. Ég er land- og skipulagsfræðingur að mennt og starfa sem aðjúnkt við Háskóla Íslands. Ég hef þriggja áratuga reynslu af störfum við skipulagsmál og umhverfismat, bæði innan stjórnkerfisins, sem ráðgjafi og sem háskólakennari og rannsakandi. Síðastliðin níu ár sem forstjóri Skipulagsstofnunar.
Með því að smella á myndina þá fáið þið nánari upplýsingar!