Ný stjórn Landverndar 19.04.2023

Í fyrsta sinn var kosning til stjórnar Landverndar rafræn, þátttaka var góð eða um 15%. Í stjórn Landverndar sitja tíu manns og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Kosið er um formann, og fimm stjórnarmenn í samræmi lög samtakanna

Þorgerður M. Þorbjarnardóttir er nýr formaður Landverndar og þakkar Landvernd Tryggva Felixsyni fráfarandi formanni kærlega fyrir vel unnin störf sl. ár í þágu verndunnar náttúrunnar.

Jóhannes Bjarki Urbanic Tómasson og Gunnlaugur Friðrik Friðriksson hlutu endurkjör í stjórn. Auk þeirra voru kjörin Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Björn Teitsson og Guðmundur Steingrímsson til stjórnarsetu. Fyrir í stjórn samtakanna sitja Ágústa Jónsdóttir, Einar Þorleifsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Margrét Auðunsdóttir. Einn stjórnarmeðlimur mun sitja í eitt ár en aðrir í tvö ár.

Ný stjórn er boðin velkomin til starfa. 

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd