Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará
Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru vatnsmiklar ár sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð og vatnasvið þeirra nær yfir stóran hluta
Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru vatnsmiklar ár sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð og vatnasvið þeirra nær yfir stóran hluta
Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar. Friðlýsum áhrifasvæði Hvalárvirkjunar og verndum óbyggð víðerni Stranda. Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.
Stjórn Landverndar lýsir undrun sinni á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá því á henni eru stórkostlegir annmarkar sem Landvernd og aðrir ólögbundnir umsagnaraðilar hafa ítrekað bent á, en einnig Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.
Landvernd vinnur að gerð athugasemda um auglýsta tillögu að breyttu aðalskipulagi í Árneshreppi á Ströndum, sem leyfa myndu 25 km af virkjunarvegum á óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar.