Þverá er 19 km löng dragá sem á upptök sín í Smjörfjöllum og rennur í Hofsá. Framkvæmd virkjunar er nú þegar hafin en fyrirhuguð virkjun myndar tæplega 2 ha lón í farvegi árinnar með 18 m hárri og 110 m langri stíflu. Virkjunin spillir vel grónu landi, búsvæðum fugla og breytir ásýnd og landslagi á láglendi Vopnafjarðar. Mat á umhverfisáhrifum sýndi að votlendi verður fyrir mjög neikvæðum áhrifum.

Heimild:  Skipulagsstofnun

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is