Þverfell við Kerlingarfjöll
Þverfell við Kerlingarfjöll

Þverfell stendur við norðaustanverð Kerlingarfjöll og sunnan við Hofsjökul. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins og þeim fylgja gjarnan mikil háhitasvæði. Aðeins eitt nútímahraun er að finna á svæðinu en það kom upp úr gígaröð við Þverfell. Þverfell er eitt fjögurra hugmynda um virkjanir á Kerlingarfjallasvæðinu og uppsett afl virkjunar við Þverfell er 90 MW. Tilheyrandi blásandi borholur og affallslón myndu gerbreyta ásýnd Kerlingarfjalla og hafa áhrif víða um hálendið. Háspennulínur yrðu þá líklega lagðar norður eða suður eftir Kili. Allar fjórar virkjunarhugmyndir á Kerlingarfjallasvæðinu lenda í verndarflokki.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is