loftslagsmálin eru í brennidepli. Taktu þátt í grasrótarstarfi Landverndar

Umsögn: Kolefnishlutleysi lögfest

Lögfesting markmiða um samdrátt í losun sýnir að stjórnvöldum er alvara í aðgerðum gegn hamfarahlýnun
Umsögn Landverndar um áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál (markmið um kolefnishlutleysi), mál nr. 10/2021 send Umhverfis- og Auðlindaráðuneyti í gegnum samráðsgátt 1. febrúar 2021 Stjórn Landvernd hefur kynnt sér ofangreind áform og styður þau eins og fram hefur komið í fyrri umsögnum Landverndar um breytingar á lögum um loftslagsmál1. Landvernd vill benda á 32. mál á 151. löggjafarþingi, frumvarp til laga um loftslagsmál (bindandi markmið). Það frumvarp inniheldur þær breytingar sem lýst er í áformunum en er komið mun lengra í ferlinu að því að verða að lögum. Landvernd hvetur því umhverfis- og auðlindaráðuneytið til þess að stuðla að því að þetta frumvarp fái afgreiðslu á Alþingi þar sem mjög lítill tími er eftir af þessu kjörtímabili og allur sá tími sem sparast við það að nýta sér fullbúið frumvarp dýrmætur. Auk þess er í því frumvarpi fest í lög markmið um samdrátt í losun en ekki bara kolefnishlutleysi sem Landvernd telur nauðsynlegt. Ísland er 20 árum á eftir mörgum grannþjóðunum í loftslagsmálum. Á meðan þær byggðu upp stjórnsýslu, meðvitund og almenningsvilja í loftslagsmálum og drógu markvisst úr losun, gerðu Íslendingar lítið annað en að auka sína losun. Aðgerðaáætlunin 2018 var skýr viðsnúningur frá þessu stefnuleysi og allt lítur nú til betri vegar. Vegna þess hversu tími okkar til aðgerða er stuttur því við hófum vegferðina mun seinna en nágrannar okkar, þurfa aðgerðir okkar að vera mun beittari, samstilltari og ákveðnari. Skýr lagarammi er grundvallarforsenda. Því styður stjórn Landverndar þau áform sem hér eru lögð til en telur farsælla að nýta mál 32 á 151. löggjafarþingi til þess að koma þeim til leiðar. Í umsögn Landverndar um það kom eftirfarandi fram sem stjórnin vill árétta:

Lögfesting markmiða

Landvernd telur mjög mikilvægt að lögfesta markmið í loftslagsmálum til þess að meiri líkur séu á því að markmiðin lifi af stjórnarskipti og til þess að almenningur hafi betri möguleika til aðhalds ef ríkisstjórnir standa ekki við markmiðin. Með því að samþykkja lögfestingu markmiða sýnir Alþingi og stjórnarflokkarnir að þeim er alvara með því að ná markmiðum í loftslagsmálum.

Við lögfestingu markmiða um kolefnishlutleysi er mikilvægt að hugtakið sé skilgreint og hvaða þættir eigi að falla undir það. Stjórn Landverndar telur að þar sé átt við alla losun frá starfsemi og landi á Íslandi og innifalið sé því losun frá framræstu votlendi, illa förnu landi og stóriðju. Ekki

er hægt að tala um að ná kolefnishlutleysi með bindingu gegnum landnotkun á móti þeirri losun sem eftir er árið 2040, nema að landnýtingarþátturinn sé þegar með nettónúll losun.“

Þá áréttar stjórn Landverndar að nauðsynlegt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Nýlegar umsagnir

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Fjarkafossinn í Geitdal

Leifarnar af hálendi Austurlands í hættu

Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun.

Lesa meira

Helstu punktar Landverndar um rammaáætlun

Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Fjarkafossinn í Geitdal

Leifarnar af hálendi Austurlands í hættu

Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun.

Lesa meira

Helstu punktar Landverndar um rammaáætlun

Áhersla ætti að vera á að spara, forgangsraða og nýta orku mun betur. Átta punktar frá Landvernd um rammaáætlun.

Lesa meira

Tímabært að innleiða bann við olíuleit

Það er tímabært og mikilvægt að taka af skarið og innleiða bann við olíuleit- og vinnslu. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top