Tómas Knútsson og Rannveig Magnúsdóttir standa í fjörunni í Mölvík á Reykjanesi og halda á borða sem á stendur Hreinsum Ísland, í fjörunni er mikið rusl en þau eru með poka og eru að hreinsa.

Umsögn: Stefna í úrgangsmálum – Hringrásarhagkerfi

Úrgangsmál hafa verið í ólestri á Íslandi og mikið verk sem þarf að vinna til þess að koma á raunverulegu hringrásarhagkerfi.

Umsögn Landverndar um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032, mál nr. 6/2021send Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum samráðsgátt 23. febrúar 2021. 

Stjórn Landverndar fagnar stefnumótun stjórnvalda í úrgangsmálum því viðfangsefnið er afar brýnt. Þar sem úrgangsmál í þeirri mynd sem þau eru núna, eru afleiðing gríðarlegrar ofneyslu þá er ljóst að þetta er rótin að stærstu umhverfisvandamálum heimsins. Birtingarmynd ofneyslu eru m.a. loftslagshamfarir, gríðarleg landeyðing og aukin eymd fólks um allan heim.

Endurhugsun á neyslu og komum í veg fyrir sóun. Hingað til hefur meðhöndlun úrgangs að mestu snúist um urðun og endurvinnslu. En urðun á að tilheyra fortíðinni og endurvinnsla á að vera síðasta skrefið í neysluþríhyrningnum (sjá mynd). Það þarf að endurhugsa allt hagkerfið og búa til alvöru hringrásarhagkerfi þar sem nær enginn úrgangur myndast. Óþarfa umbúðir eiga ekkert erindi inn í hringrásarhagkerfið. Einstaklingurinn getur líka endurhugsað sína neyslu og til að ná raunverulegum árangri þarf hringrásarhagkerfið að vera komið í gang. Með því að afþakka allan óþarfa, eyðum við minna, þurfum að endurnýta minna og minna fellur til endurvinnslu en áður. Endurvinnsla ætti að vera sísti valkosturinn.

Við þurfum að endurhugsa neysluna og endurhugsa framtíðina, afþökkum, einföldum og kaupum minna, endurnýtum. Okkar sísti valkostur ætti að vera að endurvinna, landvernd.is
Neysluþríhyrningurinn

Aðgerð 13 fjallar um hringrásarhagkerfið en þar er eingöngu talað um innviðauppbyggingu til meðhöndlunar úrgangs innanlands en ekkert talað um að minnka óþarfa neyslu og bruðl.

Landvernd fagnar sérstaklega aðgerðum 18 og 19 um eflingu viðgerða- og viðhaldsþjónustu og afnámi virðisaukaskatts af endursölu notaðrar vöru og hvetur starfshóp um skattaívilnanir og álagningu umhverfisskatta til að leggja mikla áherslu á þessar aðgerðir í sínu mati á kostnaði.

Svíar hafa nokkra reynslu af því að aflétta virðisaukaskatti af viðgerðum og full ástæða til að nýta þá reynslu hér á landi.

Jarðgerðarstöðvar. Tryggja verður að ekkert ör- eða nanóplast sé til staðar áður en molta úr slíkri framleiðslu verður nýtt til landgræðslu og vistheimtar. Ör- og nanóplast í moltu sem borin er á landsvæði getur með tímanum skolast út í sjó og vötn og valdið þar plastmengun. Ef bleyjur og annar úrgangur sem inniheldur plast er nýttur til moltugerðar í jarðgerðarstöðvum þá er hætta á að plast fylgi með í lokaafurðina. Í vísindagreininni Organic fertilizer as a vehicle for the entry of microplastic into the environment sem birt var árið 2018 í tímaritinu Environmental Studies kemur fram að molta úr jarðgerðarstöðvum sem notuð er í landbúnaði og garðyrkju víða í heiminum sé vantalin uppspretta af örplasti1.

Aðkoma sveitarfélaga. Tryggja verður bæði aðhald með sveitarfélögum og aðstoð við innleiðingu á samræmdri og árangursríkri meðhöndlun úrgangs. Ef hægt er að koma á sama flokkunar- og merkingarkerfi fyrir landið sem heild má vænta þess að auðveldar verði bæði að upplýsa almenning um hvað flokkunarreglur eru í gildi og fyrirtækjum að áætla magn og hreinleika úrgangsstrauma. Mikilvægt er að setja fræðslumál í forgang hjá öllum hlutaðeigandi, hinum almenna neytanda, fyrirtækjum og starfsemi á vegum sveitarfélaganna í landinu. Landvernd fagnar tillögu um aðgerð 12 um umfangsmeiri lögbundna fræðsluskyldu en þar vantar fræðslu til almennings.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

1 Organic fertilizer as a vehicle for the entry of microplastic into the environment.  2018. Environmental Studies

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.