vidtalras1, ungt umhverfisfrettafolk, landvernd.is

Ungt umhverfisfréttafólk tilnefnt til fjölmiðlaverðlauna

Share on facebook
Share on twitter
Share on email
Þeir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur eru tilnefndir til fjölmiðlaverðlauna fyrir heimildarmyndina sína Mengun með miðlum.

Sigurvegarar í samkeppni Ungs umhverfisfréttafólks árið 2020 eru tilnefndir til fjölmiðlaverðlauna fyrir heimildamynd sína um mengun samfélagsmiðla. Fjölmiðlaverðlaunin verða veitt þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru. Ungt umhverfisfréttafólk er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd hefur umsjón með hér á landi og vinnur í nánu samstarfi við skóla.

Rökstuðningur dómnefndar var eftirfarandi: 

Í heimildamyndinni, sem vann til fyrstu verðlauna í samkeppninni Ungt umhverfisfréttafólk fyrr á árinu, rannsaka þeir félagar áhrif samfélagsmiðla og streymiveita á umhverfið. Í myndinni er kastljósinu beint að umhverfisvanda sem hefur fengið litla umfjöllun hingað til en snertir beint lífsstíl og áhugasvið ungs fólks.

Þrátt fyrir ungan aldur sýna kvikmyndagerðarmennirnir mikla færni í að setja fram viðfangsefni sitt á skýran og áhugaverðan hátt þar sem myndefni og myndtækni er nýtt af innsæi og þekkingu. Um leið eru ólíkar hliðar málsins dregnar fram í því skyni að bregða upp heildstæðri mynd af kostum og göllum samfélagsmiðla og streymisveitna með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra.

Dómnefnd skipa þau Margrét Marteinsdóttir formaður, Kjartan Hreinn Njálsson og Sveinn H. Guðmarsson. 

Stárkarnir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur voru 16 ára þegar þeir gerðu heimildamyndina sína og hugmyndina að myndinni má rekja til þess að einn þeirra fór að spá í því hversu mikil mengun væri á bakvið eitt „like“ á Facebook. 

Heimildamyndin tengist 13. markmiði Heimsmarkmiðanna, aðgerðir í loftslagsmálum og með myndinni vonast strákarnir til þess að vekja fólk til meðvitundar um mengun samfélagsmiðla. 

Tengt efni

Sigurvegarar og verkefnastjóri Ungs umhverfisfréttafólks 2020, landvernd.is

Sigruðu alþjóðlega keppni Ungs umhverfisfréttafólks!

Framlag okkar í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks, sigraði í sínum flokki! Er skólinn þinn þátttakandi í verkefninu?

Jafningjafræðarar Hins Hússins árið 2020, landvernd.is

Hvað getur einstaklingurinn gert?

Hver er máttur einstaklingsins þegar kemur að umhverfismálunum? Hér koma gagnleg ráð frá ungmennum um einstaklingsframtakið.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Scroll to Top