Vistspor segir til um hve mikið af gæðum jarðar fólk notar til að lifa, borða og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér.

Vistspor er mælikvarði á hve mikið af gæðum jarðar fólk nýtir við neyslu sína og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér. Því meiri neysla, þeim mun stærra er vistsporið.

Því meiri neysla, þeim mun stærra er vistsporið

Hver manneskja þarf rými. Við þurfum að búa einhversstaðar, en svo þurfum við einnig fæðu, vatn og orku og svo þurfum við líka að losa okkur við úrgang.
Svæði jarðar eru misgjöful, landsvæðið er takmarkað og rýmið sem við getum nýtt til ræktunar er ekki endalaust. 

Svæði sem má nýta til að framleiða og taka á móti úrgangi er um 12,2 milljarðar hektarar. Ef við skiptum því svæði jafnt á milli jarðarbúa þá eru til alls 1,6 jarðhektarar á mann.  Sjá mannfjölda í dag hér. 

Einn hektari, 100m x 100m er á stærð við einn og hálfan fótboltavöll! 

Því meiri neysla, þeim mun stærra er vistsporið

Jarðhektari er meðalgeta ákveðins svæðis á jörðinni til að nota til ræktunar, orkuframleiðslu og allrar neyslu.Vistsporið er mælt í mælieiningunni jarðhektari.

Ef mannfólkið nýtir meira af auðlindum jarðar en til eru, þá erum við að ganga á auðlindir sem framtíðarkynslóðir hefðu geta nýtt sér. Þannig erum við komin á yfirdrátt á auðlindum jarðar.

Á sama tíma býr fólk víða um heim við skort og hefur ekki aðgang að auðlindum sem tryggja mannsæmandi líf, menntun og heilbrigðiskerfi. Þau sem eru með stærra vistspor eru því að nota auðlindir frá fólki sem býr við bág kjör í dag. 

Meðal vistspor jarðar er 2,69 jarðhektarar. Til þess að líf manna á jörðinni sé sjálfbært þarf vistspor manna að vera 1,6 jarðhektarar.

Vistpor Íslendinga er 12,7 jarðhektarar

Vistspor Íslendinga er mjög hátt. Vistpor Íslendinga er 12,7 jarðhektarar. Ef allir myndu neyta eins og Íslendingar þyrftum við 6 jarðir.

Það sem útskýrir þetta háa vistspor er lífstíll Íslendinga, óhófleg neysla, mikill meirihluti af vörum er fluttur inn frá fjarlægum löndum, notkun flugsamgangna er mjög algeng og notkun einkabílsins mikil.

 

Við búum á einni jörð, drögum úr vistspori okkar

Stutta svarið: það haf- og landsvæði (mælt í hekturum) sem hver einstaklingur eða hópur þarf til að standa undir lifnaðarháttum sínum og neyslu.

 

Lesa meira um vistspor Íslendinga.

Lesa meira um vistspor í ritinu Sjálfbærni, grunnþáttur menntunar eftir Sigrúnu Helgadóttur, einn 

 

Jörðin, séð frá Tunglinu árið 1968. NASA. Landvernd.is
Jörðin, séð frá Tunglinu árið 1968, í leiðangri Apollo 8. Ljósmynd: NASA

Tengt efni

Grænfáninn er veittur þeim skólum sem vinna að umhverfismálum á fjölbreyttan hátt, þessi mynd er frá afhendingu grænfánans í Foldaskóla í maí 2017, landvernd.is
Nemendur í Foldaskóla taka við grænfánanum 2018

Skólar á grænni grein

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt menntaverkefni sem innleiðir menntun til sjálfbærni. Skólar sem taka þátt geta fengið grænfána sem viðurkenningu fyrir vinnu sína í átt að sjálfbærri jörð. 

Helstu viðfangsefni Landverndar