Nemendurnir Hera Björk, Magnús og Margrét Eva
frá Garðaskóla gerðu hlaðvarp um umhverfismál og covid. Í hlaðvarpinu, sem ber heitið „Áhrif covid á umhverfið“ tóku nemendur til dæmis viðtal við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing og Sævar Helga Bragason, rithöfund og umhverfisfréttamann.
Að mati fjölmiðladómnefndar var þátturinn þeirra einstaklega flottur.
Hlaðvarp er gríðarlega ört vaxandi miðill sem hefur upp á mikið að bjóða, sér í lagi þegar fjallað er um brýn málefni eins og hér. Hér er á ferðinni metnaðarfullt verkefni sem er vel undirbúið, vel framkvæmt og vel frágengið.
Dómnefnd Ungs umhverfisfréttafólks
Í þættinum spyrja nemendur sérfræðinga í umhverfismálum út í það hvernig áhrif covid hefur haft á umhverfismálin, hvernig við getum brugðist við loftslagshamförum í miðjum heimsfaraldi og fleira.
Hlustaðu á þáttinn á Soundcloud
Verkefnið Ungt umhverfisfréttafólk hjá Landvernd er ætlað ungu fólki og snýst um að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings með fjölbreyttum leiðum.

Neysluhyggja – Ljósmynd
Valgerður Haraldsdóttir, nemandi í FÁ gerði áhrifaríka ljósmynd sem ber heitið Neysluhyggja. Verkefnið komst í undanúrslit Ungs umhverfisfréttafólks 2020.

3. áfangi rammaáætlunar
Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa og samfélagslegra áhrifa.

Fatasóun á Íslandi
Nemendur við Menntaskólann við Sund skiluðu inn vefsíðu um fatasóun í samkeppnina. Á síðunni eru t.d. viðtöl við Brynju Dan og Andreu Magnúsdóttur.

Sæt tortíming – Sweet distruction sigrar Ungt Umhverfisfréttafólk 2021
Íris Lilja Jóhannsdóttir í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er sigurvegari í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk 2021.

Menntun til sjálfbærni – Ungt umhverfisfréttafólk
Menntun er öflugasta vopnið sem við getum notað til að breyta heiminum. Nelson Mandela Hvað er sjálfbærni? Sjálfbærni snýst um að vernda náttúruna, nýta auðlindir hennar á ábyrgan hátt og

Sigruðu alþjóðlega keppni Ungs umhverfisfréttafólks!
Framlag okkar í alþjóðlegri keppni Ungs umhverfisfréttafólks, sigraði í sínum flokki! Er skólinn þinn þátttakandi í verkefninu?
Nemendurnir deildu fjórum ráðum til þess að forðast matarsóun:
- Að skipuleggja innkaupin vel. Ef þú kannt að skipuleggja þig vel ættir þú að getað keypt passlega mikið af mat inn á heimilið þitt. Gott er að gera matarplan fyrir t.d. kvöldmat út vikuna svo það er léttara fyrir þig að kaupa inn mat. Út frá matarplaninu getur þú farið í búð með góðann lista og þá kaupir þú ekki of mikið af óþarfa.
- Að borða afganga. Ef þú eldar óvart of mikið í kvöldmat er mjög sniðugt að borða afgangs kvöldmat í hádeginu daginn eftir. Einnig ef aftur er byrjað að tala um skipulag er mjög sniðugt að elda smá meira en þarf á kvöldin og vera búin að ákveða að borða það í hadeginu daginn eftir því það sparar t.d. rafmagn vegna þess að annars þyrftir þú einnig að elda þér hádegismat.
- Að raða vel í ísskápinn. Ef illa er raðað er mikil hætta á því að matur sem er að renna út vegna dagsetningar endi aftast og það leiðir að því að það þarf að henda honum. Þetta er mikilvægast þegar það kemur vörum sem skemmast léttilega.
- Huga að því að síðasti söludagur er ekki síðasti notkunardagur. Síðasti söludagur er í raun einungis dagurinn sem varan þarf að hætta í sölu en ekki í notkun. Sama þó að síðasti notkunardagur er liðinn á vöru er best að nota nefið.