Project Image

 


Langar þig að hafa áhrif á þitt nærsamfélag?
Langar þig að taka til hendinni með saumaklúbbnum, vinahópnum, vinnufélögunum?
Hver sem er getur skipulagt strandhreinsun. Nýttu þér heillaráð Landverndar við undirbúninginn.

Leggjum hönd á plóg og tökum þátt í að minnka plastmengun.
Notum minna plast, kaupum minna og aukum endurvinnslu.


Project Image

Gakktu í lið með Landvernd

Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum (300 milljón fílar!). Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú er jafnvel talið að það verði meira af plasti en fiski í sjónum árið 2050!

Hreinsum Ísland

Tökum höndum saman dagana 25. apríl - 7. maí 2017