Taktu þátt í Alheimshreinsun 15.september 2018

Landvernd, Blái herinn, Plastlaus september, JCI Ísland og plokkara hreyfingin sjá um undirbúning alheimshreinsunar á Íslandi en þann 15.september munu sjálboðaliðar í 150 löndum sameinast í að hreinsa heiminn í nafni átaksins Let´s Do It! World. Við hvetjum fólk til að skipuleggja sína eigin hreinsun og gera sitt til þess að minnka rusl og draga úr notkun einnota plastumbúða. Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að TAKA ÞÁTT og skipuleggja eigin hreinsun en skráðar hreinsanir eru sýndar á Íslandskortinu hér neðar á síðunni.

Landvernd hefur haft samband við öll sveitarfélög landsins og hvatt þau til að standa við bakið á sínum íbúum. Hafðu samband við þitt sveitarfélag til þess að athuga fyrirkomulag ruslasöfnunar. Við hvetjum alla til að flokka eins mikið og unnt er. Reykjavíkurborg, Akureyrarbær og Ísafjarðarbær aðstoða hreinsunarhópa og setja upp tímabundnar stöðvar í átakinu, sjá nánari staðsetningar á Íslandskortinu okkar. Sendið okkur fyrirspurn ef aðstoð óskast. Facebook hópur átaksins heitir World Cleanup Day Iceland.

Skipulagðar hreinsanir þann 15. september:

Skerjafjörður, frá Nauthólsvík og út Ægissíðuna. Mæting kl 11 við strætóstoppistöðina í Skeljanesi.

Söngskólinn í Reykjavík hreinsar nýja nágrenni sitt. Mæting kl 10 við Laufásveg 49-51 (Sturluhallir). Nágrannar og áhugasamir velkomnir.

Reykjavíkurborg aðstoðar íbúa og tekur sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar.

Íbúar í Hafnarfirði hreinsa og fegra umhverfi og náttúru Hafnarfjarðar, ýmsir staðir.

Íbúar í Ölfusi hreinsa í nágrenni Þorlákshafnar kl 10-16.

Rannsóknastöðin Rif hreinsar við Raufarhöfn kl 10-14.

Akureyrarbær hreinsar strandlengjuna kl 10-20.

Umhverfissamtök Austur Skaftafellssýslu tölta með tilgang í Hornafirði. Mæting kl 13 við Nýheima.

Ísafjarðarbær skipuleggjur hreinsun kl 10-22 og aðstoðar íbúa og tekur sérstaklega á móti rusli þann 15. september. Móttökusvæði sjást á Íslandskortinu okkar.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hreinsar undir Vogastapa kl 11-13.

Anonymous for the voiceless hreinsar Grótta Island Lighthouse kl 10:30-12:30

Ótal fjölskyldu-, vina- og vinnuhópar taka höndum saman um allt land.

 
 
 

Project Image

Alheimshreinsun á Íslandi 15.september 2018

Hreinsum Ísland

Tökum höndum saman og hreinsum strendur Íslands