Guðrún Schmidt er fræðslustjóri og sérfræðingur hjá menntateymi Landverndar.
Guðrún er með MA gráðu í menntun til sjálfbærni frá háskólanum í Rostock í Þýskalandi, með BSc gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands og er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri.
Guðrún er þjálfuð sem leiðbeinandi í „YOUth LEADing the world“ sem er alþjóðlegt verkefni sem eflir og virkjar ungt fólk í málefnum sjálfbærrar þróunar.
Sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og búfræðingur
Í meira en tvo áratugi hefur Guðrún starfað hjá Landgræðslunni, lengst af sem héraðsfulltrúi á Austurlandi þar sem hún hafði stjórn og umsjón með landgræðsluframkvæmdum, verkefnum og fræðslu á starfssvæðinu. Eftir að Guðrún lauk MA námi (2015) í menntun til sjálfbærni fór hún að vinna aðallega í fræðslumálum þar sem hún hefur m.a. sett landgræðslumál í víðara samhengi við loftslagsmál og sjálfbæra þróun.
Guðrún er fædd og uppalin í Þýskalandi og tók strax á unglingsárum virkan þátt í baráttu fyrir umhverfisvernd, m.a. í ungmennahópi umhverfis- og náttúruverndarsamtaka í Þýskalandi. Guðrún er með aðsetur á Egilsstöðum þar sem skrifstofa Landverndar á Austurlandi er til húsa.