Hvítá í Borgarfirði sem á upptök sín í Langjökli og Eiríksjökli. Hvítá í Borgarfirði er enn óvirkjað vatnsfall.
Hraunfossar í Hvítá

Hvítá í Borgarfirði sem á upptök sín í Langjökli og Eiríksjökli. Hvítá í Borgarfirði er enn ósnortið vatnsfall sem ekki hefur verið virkjað til orkuvinnslu.

Virkjunarhugmyndir

Kljáfossvirkjun

Hugmyndir hafa verið uppi um virkjun Hvítár við Kljáfoss. Stífla yrði ofan við Kljáfoss og lón lægi eftir farvegi Hvítár um 9 km að Sámsstöðum. Uppsett afl yrði 16 MW. Vegna umhverfisáhrifa er þó ekki áhugi á að virkja með þeim hætti sem fyrirhugað var.

Heimild: Orkustofnun

Hvítá við Norðurreyki

Hugmyndir hafa verið uppi um 14 MW virkjun Hvítár við bæinn Norður-Reyki. Farvegur Hvítár yrði stíflaður með um kílómeters langri stíflu og yrði uppistöðulón um 4 km2 að stærð og myndi það flæða yfir tún og mögulega færu bæirnir Laxeyri og Refstaðir á kaf. Virkjun fylgir að auki rask sem fylgir skurðum, pípum, vegum og stöðvarhúsi.

Virkjunin yrði staðsett rétt neðan við hina frægu Hraunfossa og í raun á mjög vinsælu ferðamannasvæði á leið til Húsafells og Langjökuls.

Heimild: Orkustofnun

 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is