Lögberg Þingvellir. Með lögum skal land byggja. Landvernd krefst þess að lögum um náttúruvernd sé fylgt í hvívetna, landvernd.is

Íslensk stjórnvöld verða að endurskoða lög um mat á umhverfisáhrifum

Þrátt fyrir dóm EFTA dómstólsins 2019, bráðabirgðaniðurstöðu ESA frá í apríl 2020 og markmið ríkisstjórnarinnar um að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli endurskoðuð í heild hefur enn ekki tekist að innleiða EES-reglur um mat á umhverfisáhrifum rétt. Nú áformar umhverfis- og auðlindaráðuneytið að leyfa útgáfu starfs- og framkvæmdaleyfa til bráðabirgða í lögum um mat á umhverfisáhrifum en stjórn Landverndar fær ekki séð hvernig þau áform samræmast EES-reglum.

Umsögn Landverndar um Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða), mál nr. 170/2020

Síðan ESB breytti reglum sínum um mat á umhverfisáhrifum árið 2014 með tilskipun 2014/52/ESB og EES tók hana inn í sitt regluverk, hefur staðið til að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum (MÁU) á Íslandi í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar.  Amk. tveir starfshópar hafa lagt í mikla vinnu við endurskoðun og mörg frumvörp hafa komið fram. Þrátt fyrir þessa viðleitni hefur íslenskum stjórnvöldum enn ekki tekist að innleiða ákvæði tilskipunarinnar rétt.  Helsta skýringin að mati Landverndar, er þrýstingur hagsmunaaðila og óeðlileg aðkoma þeirra að undirbúningsvinnu lagasetningar, m.a. með setu í öllum starfshópum. 

Endurskoðun MÁU laganna

Það var markmið núverandi ríkisstjórnar að MÁU lögin yrðu tekin upp og endurskoðuð heildstætt til þess að auka skilvirkni leyfisveitingaferlis og tryggja möguleika almennings til þess að koma að því. Það verður að standa vel að verki á þessu síðasta ári kjörtímabilsins til þess að það mark náist. 

Landvernd hefur ítrekað bent á hvernig breyta veriður íslenskum lögum svo þau standist lágmarkskröfur EES reglna. Það hefur enn ekki borið árangur: íslensk stjórnvöld hafa enn ekki getað innleitt tilskipunina frá 2014 á réttan hátt.  Í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins árið 2019 um að Ísland yrði að innleiða MÁU tilskipunina breytti Alþingi lögunum, en á ófullnægjandi hátt þannig að lágmarkskröfum EES-reglnanna var ekki fylgt. Aðalfundur Landverndar hvatti í júní 2020 stjórnvöld að bæta úr þessu þar sem veigamestu atriðunum sem upp á vantar er lýst. Nú hafa samtökin kvartað til ESA vegna þessa.

Framlögð tillaga um breytingar á MÁU lögum mun því miður ekki að bæta úr þessu á neinn hátt.  Í skýringum segir að tillagan sé viðbrögð við bráðabirgðaniðurstöðu ESA, þess efnis að lagabreytingar sem íslensk stjórnvöld gerðu á lögum um fiskeldi og hollustuhætti og mengunarvarnir í október 2018 hafi strítt gegn EES reglum.  Bráðabirgðaniðurstaða ESA er viðbragð við kvörtun Landverndar og fleiri samtaka til ESA. Við lagabreytingarnar í október 2018 var úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála í raun ógiltur af Alþingi og eingöngu tekið tillit til hagsmuna framkvæmdaaðila, en á engan hátt til hagsmuna náttúrunnar eða almennings.  Lagasetningin var afgreidd í skyndi án allrar umræðu eða aðkomu annarra en þeirra sem ríkisstjórnin kallaði sérstaklega til.  Landvernd reyndi þó að koma að því áliti sínu að um væri að ræða skýrt brot á Árósasamningnum og að gildi úrskurðanefndarinnar rýrðist verulega með þessu. 

Áformin í ósamræmi við niðurstöðu ESA

Eins og núverandi áformum er lýst á stjórn Landverndar erfitt með að koma auga á hvernig boðaðar lagabreytingar munu laga það sem ESA telur ámælisvert.  Í bráðabirgðaúrskurðinum kemur alveg skýrt fram að það er brot á EES reglum að veita leyfi til framkvæmda eða starfsemi sem heyrir undir MÁU lögin, án þess að gilt umhverfismat hafi farið fram.  Það á einnig við um leyfi til bráðabirgða (sjá kafla 4.1 bráðabirgðarúrskurði ESA frá 14 apríl 2020) og þá gildir einu hvort það eru leyfisveitendur sjálfir sem veita leyfi til bráðabirgða eða ráðherra. Leyfisveitendur eru þar að auki þeir sem veittu leyfi í trássi við lög ef leyfi var veitt í upphafi án gilts umhverfismats. 

Ef þessi tillaga verður að lögum verður leyfisveitendum heimilt að veita leyfi til bráðabirgða ef í ljós kemur að umhverfismat er gallað. Þetta mun að öllum líkindum leiða til þess að framkvæmdaaðilar í auknu mæli skila inn illa unnu og ófullnægjandi umhverfismati í trausti þess að leyfisveitendur veiti þeim til bráðabirgða leyfi án umhverfismats.  Þegar starfsemin er hafin, fólk tekið að starfa og búið er að valda óafturkræfum umhverfisspjöllum yrði erfitt að afturkalla leyfin.  Þess vegna er afar brýnt að koma í veg fyrir heimild til þess að veita bráðabirgðaleyfi án þess að fullgilt umhverfismat hafi farið fram.

Þegar við bætist að íslensk stjórnvöld hafa ekki uppfyllt skyldu sína til þess að gæta þess að leyfisveitendur séu lausir við hagsmunaárekstra gæti heimildin til að veita undanþágur frá umhverfismati leitt til gríðarlegra óafturkræfra umhverfisspjalla.

Sömu brot á EES reglum lögfest

Það er mjög alvarlegt að íslensk stjórnvöld trássi að uppfæra mikilvæg lög eins um mat á umhverfisáhrifum í samræmi við EES reglur og þjóðréttarlegar skuldbindingar.  Það er enn alvarlegra að eftir að hafa verið ítrekað bent á alvarlegar afleiðingar þess að breyta lögum í skyndi og án samráðs við aðra en nána hagsmunaaðila, og eftir að hafa fengið úrskurð frá alþjóðlegri eftirlitsstofnun um að ekki væri rétt staðið að umræddum lagabreytingum, þá skuli íslensk stjórnvöld gera tilraun til þess að lögfesta sömu brotin á EES-reglum í öðrum lögum. 

Að lokum vill stjórn Landverndar hvetja umhverfis- og auðlindaráðuneytið til þess að taka föstum tökum ferlið við breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum og þannig losa ferlið úr yfirráðum hagsmunaaðila.  Það er eðlilegt að eiga gott samráð við hagsmunaaðila, en það er afleitt að þeir stýri og haldi í gíslingu ferlinu við að undirbúa lagabreytingarnar.          

Landvernd tekur einnig undir umsögn Óttars Magnúsar G Yngvarssonar við þessi áform sem finna má inn á samráðsgátt stjórnvalda. 

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri


3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.