Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð við Laxá er mikil með gróna bakka, hraun og fjölbreytt lífríki.
Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð umhverfis Laxá er mikil enda rennur hún um hraun, bakkar hennar eru grónir og lífríki fjölbreytt. Laxárvirkjun var reist í þremur áföngum árin 1939, 1953 og 1973. Hart var deilt um þriðja áfanga og varð hann aðeins brot af því sem áformað var. Sáttagerð í Laxárdeilunni fól í sér að ekki verður virkjað meira í Laxá nema landeigendafélag vatnasvæðisins heimili það. Einnig var stofnað náttúruverndarsvæði árið 1974 með sérlögum, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, en það var svo minnkað stórlega með lögum árið 2004.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is