Leitarniðurstöður

Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð við Laxá er mikil með gróna bakka, hraun og fjölbreytt lífríki.

Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð umhverfis Laxá er mikil enda rennur hún um hraun,

Skoða nánar »
Bjarnarflag er jarðhitasvæði í Mývatnssveit.

Bjarnarflag

Bjarnarflag er orkuríkt jarðhitasvæði á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar vestan Námafjalls í Mývatnssveit. Bjarnarflag er staðsett við norðaustanvert Mývatn en þar er

Skoða nánar »

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit

Landvernd og Fjöregg í Mývatnssveit hafna því að raflínur Landsnets verði lagðar um náttúruverndarsvæði við Leirhnjúk. Hafa samtökin kært leyfi Skútustaðahrepps til lagningar Kröflulínu 4, frá Kröflu að Þeistareykjum. Leirhnjúkshraun á að friðlýsa samkvæmt lögum um verndun Mývatns og Laxár.

Skoða nánar »
Bjarnarflag, landvernd.is

Umhverfismat verði endurtekið

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Skoða nánar »

„Mývatn er náttúruperla sem er í mikilli hættu“

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, gagnrýndi Landsvirkjun fyrir framkvæmdir í tengslum við virkjun í Bjarnarflagi. Vill nýtt mat á umhverfisáhrifum Einnig sagði hún að unnið væri eftir tíu ára gömlu umhverfismati vegna virkjunar í Bjarnarflagi. Framkvæmdir þar væru ekki afturkræfar, þótt því hefði verið haldið fram, sagði Álfheiður, og hvatti til þess að Landsvirkjun léti vinna nýtt umhverfismat vegna framkvæmdanna. Hún lýsti einnig áhyggjum sínum sérstaklega af vatnafari, en Mýtvatni stafaði hætta af virkjun í Bjarnarflagi, meðal annars vegna affallsvatns. Hún benti einnig á að breytingar á vatni Mývatns „skipti sköpum fyrir allt líf í vatninu og vistkerfi þess í heild“.

Skoða nánar »
Scroll to Top