Páll Ásgeir Ásgeirsson er í stjórn Landverndar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Páll Ásgeir situr í stjórn Landverndar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson ólst upp í afskekktri sveit á Vestfjörðum. Hann fór ungur til fjalla en hefur lengst af starfað við fjölmiðlun af ýmsu tagi ásamt því að rita leiðsögubækur um Ísland.

Páll hefur fengist við fararstjórn fyrir Ferðafélag Íslands í ríflega áratug, aðallega á Fjallabaki og Hornströndum en stjórnaði einnig gönguverkefnum á borð við Eitt fjall á viku fyrir félagið um árabil.

Undanfarin ár hefur Páll starfað við leiðsögn og akstur með erlenda ferðamenn á Íslandi. Hann er því með meirapróf, WFR skyndihjálparnámskeið og hefur í áratugi sótt námskeið í rötun, snjóflóðagreiningu og sprungubjörgun.

Scroll to Top