Ágústa Þóra Jónsdóttir

Ágústa Jónsdóttir situr í stjórn Landverndar.
Ágústa Jónsdóttir var kosin í stjórn Landverndar á aðalfundi 2020, landvernd.is

Ágústa Þóra Jónsdóttir,  Stofnandi og framkvæmdarstjóri Gústu ehf.

Ágústa er fædd og uppalin á Ísafirði og hefur búið og starfað í Noregi, Bretlandi, Finnlandi, Belgíu og Sviss.

Hún er nú búsett í Reykjavík. Ágústa hefur líffræðimenntun frá HÍ og framhaldsmenntun í viðskiptafræði (MBA) i frá Heriott Watt University og sjálfbærni frá Lausanne Business School.

Ágústa starfaði við viðskiptaþróun í 20 ár í lyfja- og líftæknifyrirtækjum og hefur síðastliðin 4 ár rekið prjóna- og hönnunarfyrirtækið Gústa. Hún hefur skrifað fjórar bækur með prjónahönnun.

Ágústa hefur brennandi áhuga á sjálfbærri þróun og hlutverki fyrirtækja og almennings í því samhengi.  Hún er sannfærð um að almenningur geti tekið virkan þátt í að breyta samfélaginu í átt að sjálfbærni og vill smíða verkfæri sem auðvelda þátttöku í uppbyggilegum samfélagslegum verkefnum.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.