Reykjanesvirkjun er á Reykjanesi
Reykjanes

Reykjanes einkennist af eldvirkni og jarðhita og varð hluti af verndaráætlun UNESCO árið 2015. Það er því viðurkennt sem UNESCO Global Geopark fyrir jarðfræðilega sérstöðu sína á heimsvísu. HS Orka rekur Reykjanesvirkjun sem er 100 MW annars vegar með 50 MW háþrýstihverfli, og hins vegar með 50 MW lágþrýstihverfli. Orkuframleiðsla hófst árið 2006. Virkjunin hefur haft mikil áhrif á hverasvæðið við Gunnuhver sem hefur verið vinsæll áningarstaður ferðamanna. Áhugavert er að benda á að frárennsli virkjunarinnar út í sjó við Reykjanes er álíka vatnsmagn og Elliðár. Umhverfisstofnun lagði til í náttúruverndaráætlun 2004-2008 að svæðið yrði gert að friðlandi (Reykjanes, Eldvörp og Hafnaberg).

Stækkun Reykjanesvirkjunar

HS Orka áformar stækkun Reykjanesvirkjunar um 80-100 MW í tveimur áföngum, annars vegar með 50 MW háþrýstihverfli, og hins vegar með 30-50 MW lágþrýstihverfli. Umhverfisstofnun lagði til í náttúruverndaráætlun 2004-2008 að svæðið yrði gert að friðlandi (Reykjanes, Eldvörp og Hafnaberg).

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is