Hellisheiði og Hengill eru eitt virkasta jarðhitasvæði landsins

Hellisheiði

Hengill og hálendið umhverfis hann eru hluti af fjallahringnum sem rammar höfuðborgarsvæðið inn og er eitt fjölbreyttasta og vinsælasta útivistarsvæði á Suðvesturhorninu. Hengill er virk megineldstöð sem síðast gaus fyrir um 2000 árum og jafnframt eitt stærsta háhitasvæði á Íslandi. Mikill jarðhiti er á stóru svæði umhverfis Hengil. Orka náttúrunnar rekur Hellisheiðarvirkjun en hún nýtir

Hágöngur eru líparítfjöll í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs

Hágöngur

Hágöngur eru í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Líparítfjöllin Nyrðri- og Syðri-Háganga eru áberandi kennileiti á svæðinu og sjá má fjölbreytilegt landslag sem einkennist af ummerkjum eldsumbrota og landmótun jökla. Takmarkaður fjöldi háhitasvæða á Íslandi eykur verndargildi svæðisins. Í dag eru lítil ummerki jarðhita á yfirborði eftir að Fögruhverir fóru á sínum tíma

Hagavatn er jökulvatn sem myndast hefur framan við Langjökul

Hagavatn

Hagavatn stendur undir Langjökli en þar er lítt raskað víðerni og landslag tilkomumikið. Skriðjökullinn Hagavatnsjökull rennur úr Langjökli og hefur Hagavatn myndast framan við jökulsporðinn. Úr vatninu rennur Farið um Nýjafoss sem myndaðist í jökulhlaupi snemma á síðustu öld. Jöklarnir, vatnið og móbergshryggirnir skapa landslagsheild sem hefur gríðarlegt fræðslugildi og alþjóðlegt verndargildi. Á svæðinu eru

Gráuhnúkar eru móbergshryggir á suðurhluta Hengilssvæðisins

Gráuhnúkar

Gráuhnúkar eru móbergshryggir á suðurhluta Hengilssvæðisins en umhverfis liggja nútímahraun. Svæðið er hluti af merkilegri landslagsheild á Hengilssvæðinu þar sem jarðfræðilegur fjölbreytileiki og náttúrufegurð er einkennandi. Enginn jarðhiti er á yfirborði en jarðeðlisfræðilegar mælingar benda til þess að háhita sé að finna undir Gráuhnúkum. Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar að sækja jarðhita fyrir Hellisheiðarvirkjun á nýju vinnusvæði

Grændalur er hverasvæði sem liggur til norðurs upp af Ölfusdal

Grændalur

Grændalur liggur til norðurs upp af Ölfusdal ofan við Hveragerði, en þar er eitt af stærstu ósnortnu hvera- og laugasvæðum landsins í nánd við byggð og hefur svæðið verndargildi á heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands. Jarðhitinn í Grændal er óvenjulega fjölbreyttur – þar skiptast á gufuhverir, leirhverir, litlir sprengigígar, heitar skellur, vatnshverir og heitar og

Gláma er víðáttumikið hálendissvæði á Vestfjörðum

Gláma

Gláma er um 230 ferkílómetra stórt hálendissvæði á Vestfjörðum milli Arnarfjarðar, Breiðafjarðar og Ísafjarðardjúps. Hálendið nær hæst um 920 metra yfir sjávarmál þar sem heitir Sjónfríð. Á Glámu er talin hafa verið jökull en nú er þar að finna ótal stakar snjófannir og ógrynni stöðuvatna. Orkubú Vestfjarða og Orkustofnun hafa sett fram nokkrar mismunandi virkjunarhugmyndir

Gjástykki er sigdalur á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar.

Gjástykki

Gjástykki er stórt landsvæði á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar. Gjástykki er sigdalur og eru gjáveggirnir allt að 20 m háir. Í Kröflueldum (1975-1984) gaus nokkrum sinnum í Gjástykki sunnanverðu og nýtt hraun þekur stór svæði. Í verndarflokki rammaáætlunar áformaði Landsvirkjun 50 MW virkjun. Gjástykki hefur verndargildi á heimsmælikvarða og var friðlýst fyrir orkuvinnslu árið 2020.

Geysir er hver í Haukadal og einn sá frægasti sinnar tegundar í heiminum.

Geysir

Geysir er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með fjölda goshvera og lauga auk hverahrúðurs er þekur stór svæði í kring. Geysir sjálfur er án efa einn hinn nafntogaðasti og þekktasti sinnar tegundar í heiminum og heillaði snemma langt að komna ferðalanga. Hann gýs sjaldan núorðið, en granni hans Strokkur er mjög virkur. Þessi mikla náttúruperla var

Fremri-Námar eru jarðhitasvæði á norðaustanverðu hálendi Íslands

Fremri-Námar

Fremrinámar er ósnortið og afskekkt háhitasvæði í Ketildyngju í suðausturátt frá Mývatni. Svæðið er í 800 metra hæð yfir sjávarmáli, lítið um sig og þar hafa fáir komið. Þarna er landslag engu líkt, hraunbreiður og dyngjur einkenna víðernin og í fjarlægðinni gnæfa Herðubreið og Kverkfjöll yfir. Minjar eru um brennisteinsnám sem stundað var fram á

Fljótaá á upptök sín á Tröllaskaga og er virkjuð á láglendi þar sem nú er Stífluvatn

Fljótaá

Fljótaá á upptök sín í fjöllum á norðanverðum Trölla­skaga og rennur af Lágheiði um Stífluvatn og neðar í Miklavatn. Árið 1942 hóf Siglufjarðarbær framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum með því að reisa 30 m háa stíflu þar sem Fljótáin rennur í gegn um Stífluhóla. Við það myndaðist Stífluvatn sem sökkti engjum þriggja jarða. Árið 1991

Eyjadalsá rennur í Skjálfandafljót sem er eitt stærstu jökulvatna landsins og er vatnasvið þess enn óraskað.

Eyjadalsá

Eyjadalsá rennur í Skjálfandafljót úr Eyjadal nokkru sunnan við Þjóðveg 1 og Goðafoss. Skjálfandafljót er eitt þeirra stóru jökulvatnsfalla sem rennur enn óraskað frá jökli til sjávar og er því sérstæð jarðmyndun á landsvísu en friðlýsing fljótsins myndi vernda sérstöðu þess, landmótunarferlum, landslagsheild og lífríki. Ef yrði af Eyjadalsárvirkjun yrði mikið rask á rennsli Skjálfandafljóts

Eldvörp er gígaröð á Reykjanesi sem má teljast glæný á jarðfræðilegan mælikvarða. Þau eru í nýtingarflokki.

Eldvörp

Eldvörp er glæný gígaröð á mælikvarða jarðsögunnar og myndaðist í eldgosi á svipuðum tíma og Snorri Sturluson vann við ritun bóka sinna. Eldvörp eru með fallegustu gígaröðum landsins, lítið snortin og í örskotsfjarlægð frá þéttbýlisstöðum Suðvesturhornsins. Reykjanes einkennist af eldvirkni og jarðhita og varð hluti af verndaráætlun Unesco árið 2015. Það er því viðurkennt sem

Djúpá er jökulá sem geymir mikla náttúrufegurð og fossaraðir.

Djúpá

Djúpá rennur um óspillt svæði nærri stærsta þjóðgarði Íslands. Í henni er að finna afar fallega fossaröð þar sem hún rennur í gegnum Djúpárdal. Ofan Fljótshverfis eru víðáttumikil og nær ósnortin víðerni á stórbrotnu svæði sem liggja að Vatnajökli og miðhálendinu og mynda með þeim samfellda heild. Virkjunarhugmyndin fólst í því að áin yrði stífluð

Brennisteinsfjöll eru hluti óbyggðra víðerna í grennd við Höfuðborgarsvæðið og er vinsælt til útivistar.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll liggja í 400-500 m hæð yfir sjó á einu stærsta óbyggða víðerni í grennd höfuðborgarsvæðisins og er svæðið vinsælt til alls kyns útivistar. Þau þykja sérstök vegna fjölbreyttra jarðmyndana sem þar finnast, þar með talið jarðhitaummerkja, gígaraða, móbergshryggja, dyngja og hraunbreiða. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi. Talið er að hægt sé

Blautakvísl er jarðhitasvæði í vestanverðri Torfajökulsöskjunni.

Blautakvísl

Blautakvísl er staðsett í vestanverðum jaðri Torfajökulsöskjunnar. Jarðfræðilegur fjölbreytileiki er mikill á svæðinu en þar er að finna jarðhita sem kemur fram helst í heitum laugum, gíga, líparíthryggi og móbergsmyndanir. Talsverður jarðhiti er á Torfajökulssvæðinu, en jarðhitinn er aðallega í sjö þyrpingum, við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur-og Austur-Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Stærð jarðhitasvæðisins er áætlað

Blanda er jökulá sem rennur úr Hofsjökli og Blöndustöð virkjar vatnsafl hennar.

Blanda – Blönduveita

Blanda er jökulá sem samanstendur að mestu af jökulbráð úr Hofsjökli. Hún flæðir um jökulkembt en gróið heiðalandslag frá upptökum sínum í norðanverðum Hofsjökli og norðvestur í Húnafjörð. Blönduveita myndi nýta fall milli Blöndulóns og Gilsárlóns sem nú rennur um veituskurði. Landsvirkjun vinnur að hönnun þriggja virkjana í Blönduveitu sem nýta munu óvirkjað 69 m

Blanda er jökulá sem rennur úr Hofsjökli og Blöndustöð virkjar vatnsafl hennar.

Blanda

Blanda er jökulá sem samanstendur að mestu af jökulbráð úr Hofsjökli. Hún flæðir um jökulkembt en gróið heiðalandslag frá upptökum sínum í norðanverðum Hofsjökli og norðvestur í Húnafjörð. Blöndustöð stendur á hálendisbrúninni á norðanverðum Kili en stíflan í Blöndu stendur við Reftjarnarbungu. Auk þess var reist stífla við upptök Kolkukvíslar nokkru vestar, en hún rennur

Bjarnarflag er jarðhitasvæði í Mývatnssveit.

Bjarnarflag

Bjarnarflag er orkuríkt jarðhitasvæði á sprungusveim Kröflueldstöðvarinnar vestan Námafjalls í Mývatnssveit. Bjarnarflag er staðsett við norðaustanvert Mývatn en þar er lífríki einstakt á landsvísu og vistkerfi Mývatns og umhverfis eru viðkvæm fyrir framkvæmdum á svæðinu. Mývatnssveit er heimsfræg fyrir bæði jarðfræðilega og líffræðilega fjölbreytni og náttúrufegurð svæðisins í heild sinni laðar að sér ótal ferðamenn

Bitra er vinsælt útivistarsvæði rétt utan við Höfuðborgarsvæðið.

Bitra

Bitra er að hluta til á náttúruminjaskrá. Jarðfræðilegur fjölbreytileiki og mikil náttúrufegurð einkennir svæðið og er það hluti af merkilegri landslagsheild við Hengil og Þingvallavatn. Þar að auki er svæðið vinsælt útivistarsvæði enda er það staðsett rétt við borgarmörkin og bæjardyr Hveragerðis og er mikilvæg lýðheilsu og náttúruaðgengi íbúa á svæðinu. Orkuveita Reykjavíkur fyrirhugar að

Austurengjar eru jarðhitasvæði á Krýsuvíkursvæðinu.

Austurengjar

Austurengjar eru jarðhitasvæði á Krýsuvíkursvæðinu. Náttúra þar er að mestu ósnortin og laðar að sér bæði ferðafólk og heimamenn. Mýrlendið austan þjóðvegar suður af Kleifarvatni hefur nokkra sérstöðu hvað gróður, dýralíf og verndargildi varðar, enda eina mýrlendið á Reykjanesskaganum. HS Orka gerir ráð fyrir að nýta jarðvarma úr Austurengjum fyrir jarðvarmavirkjun til framleiðslu á rafmagni

Austur-Reykjadalir eru hverasvæði innan Torfajökulsöskjunnar.

Austur-Reykjadalir

Austur-Reykjadalir eru staðsettir norðan við Hrafntinnusker innan Torfajökulsöskjunnar og er þar að finna mikið hverasvæði. Um dalina leggur fjöldi göngufólks leið sína ár hvert en þeir liggja um hinn víðfræga Laugaveg og eru því mikilvægur hluti af heildarásýnd svæðisins. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og

Manneskja að bíta í jarðarís. Sigurvegari YRE 2021 Íris Lilja Jóhannsdóttir.

Ungt umhverfisfréttafólk frá Íslandi hefur áhrif í Evrópu!

Íris Lilja Jóhannsdóttir vann í vikunni verðlaun fyrir ljósmyndina sína „Sæt tortíming“ í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. Íris var sigurvegari Ungs umhverfisfréttafólks á Íslandi á framhaldsskólastigi árið 2021 og komst verkefnið hennar einnig í undanúrslit í alþjóðlegu keppni YRE (young reporters for the environment). Íris segist ennþá vera að meðtaka fréttirnar um sigurinn, en

Teikning: Sveppur, fluga, refur, baktería og hvalur. Lífbreytileiki á mannamáli. landvernd.is

Lífbreytileiki á mannamáli

Lífbreytileiki nær yfir breytileika innan tegunda, milli tegunda og þeirra vistkerfa sem þessar lífverur mynda og eru hluti af, á landi, í sjó og ferskvatni.

Scroll to Top