
Ályktanir og ný stjórn Landverndar á aðalfundi 2022
Aðalfundur Landverndar fór fram 20. maí 2022. Þar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, ályktanir og ný stefna samtakanna kynnt og samþykkt.
Aðalfundur Landverndar fór fram 20. maí 2022. Þar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, ályktanir og ný stefna samtakanna kynnt og samþykkt.
Grænfáninn spilar stórt hlutverk í að fræða og valdefla yngstu kynslóðirnar og gefa þeim þannig tól til að krefjast breytinga. Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra Umhverfissinna segir frá reynslu sinni að hafa alist upp í grænfánaskóla.
Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt í beinni náttúruvernd. Sjálfboðaliðar í SJÁ vinna að náttúruvernd víða um land. Kynntu þér verkefni vorsins og vertu með.
Starf Landverndar ár árinu. Ársrit Landverndar um starfsárið 2021-2022 var lagt fram á aðalfundi samtakanna 20. maí 2022.
Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.
Stjórn Landverndar 2022-2023 var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 20. maí 2022.
Aðalfundur Landverndar 2022 kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Grænni samgönguinnviði, orkunýtni og orkuskipti ber að setja í algjöran forgang þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum.
Aðalfundur Landverndar 2022 skorar á ríkisstjórnina og á umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og fjármálaráðherra sérstaklega, að beita sér fyrir fjárhagslegum hvötum og gjöldum til þess að atvinnulífið taki virkan og afgerandi þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Án raunhæfra aðgerða atvinnufyrirtækjanna er ljóst að losunarfyrirheit fyrir 2030 nást ekki.
Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.
Landvernd og Ungir umhverfissinnar efna til fundar þar sem gerð verður grein fyrir árangri Íslands í loftslagsmálum og leiðum til að ná árangri.
Landvernd og Ungir umhverfissinnar efna til fundar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kynna sér stefnur framboðslista í Reykjavík þann 11. maí nk.
Verkefni þar sem nemendur læra um dýr sem eru falin í náttúrulegu umhverfi í nágrenni skólans eða á skólalóðinni. Verkefni fyrir 5-12 ára
Verkefni þar sem nemendur þjálfast í því að átta sig á fjölbreytileika plantna og nauðsynlegum skilyrðum svo þær geti vaxið og dafnað. Verkefni fyrir 5-12 ára
Að nemendur læri um ljóstillífun, þeir þjálfast að vinna í hóp og læra flókið hugtak í gegnum leik. Verkefni fyrir 7-12 ára
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, er ein slík lausn.
Nemendur rannsaka lífbreytileika á litlu afmörkuðu svæði í nágrenni við eða á skólalóðinni. Einnig er fylgst með breytingum sem verða á svæðinu yfir skólaárið. Verkefni fyrir 5-12 ára
Í þessu verkefni læra nemendur um þjónustu vistkerfa og mikilvægi hennar fyrir okkur mannfólkið (og aðrar lífverur). Hægt er að hjálpa vistkerfi í slæmu ástandi að auka þjónustu þess með því að stunda vistheimt og endurheimta lífbreytileikann. Verkefni fyrir 10-13 ára.
Í þessu verkefni fara nemendur í plöntuskoðun og læra að þekkja innlendar íslenskar plöntur í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi plantna í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.
Í þessu verkefni fara nemendur í fuglaskoðun og læra að þekkja fugla og fuglahljóð í nágrenni skólans. Að auki læra nemendur að skilja mikilvægi fugla í íslenskri náttúru og að þekkja búsvæði þeirra og mikilvægi þess að vernda lífbreytileika þessara visterfa. Verkefni fyrir 10-20 ára.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105 Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00
Kt. 6409710459
Frjáls og óháð félagasamtök
Við vinnum að náttúruvernd og umhverfismálum og bætum þannig lífsgæðin í landinu. Vertu með!