Ljósártungur eru jarðhitasvæði sem liggur í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, vestan við Hrafntinnusker.

Ljósártungur

Ljósártungur liggja í vestanverðri Torfajökulsöskjunni, vestan við Hrafntinnusker í um 850-1000 m hæð yfir sjávarmáli. Svæðið er litríkt en einkennandi jarðmyndanir eru líparíttúff ásamt öflugum gufu- og leirhverum. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Jarðhiti og jarðhitamerki á svæðinu

Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð við Laxá er mikil með gróna bakka, hraun og fjölbreytt lífríki.

Laxá í Aðaldal

Laxá í Aðaldal er lindá sem rennur úr vestanverðu Mývatni. Náttúrufegurð umhverfis Laxá er mikil enda rennur hún um hraun, bakkar hennar eru grónir og lífríki fjölbreytt. Laxárvirkjun var reist í þremur áföngum árin 1939, 1953 og 1973. Hart var deilt um þriðja áfanga og varð hann aðeins brot af því sem áformað var. Sáttagerð

Landmannalaugar eru staðsettar í norðanverðri Torfajökulsöskjunni og eru heimsfrægar fyrir náttúrufegurð, jarðhita og litadýrð.

Landmannalaugar

Landmannalaugar eru staðsettar í norðanverðri Torfajökulsöskjunni. Þær eru heimsfrægar fyrir náttúrufegurð, jarðhita og litadýrð og eru einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á hálendi Íslands. Þar eru gufu- og leirhverir, vatnshverir, líparíthryggir og nútímahraun svo dæmi séu nefnd. Laugarvegurinn byrjar jafnan í Landmannalaugum. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl,

Lagarfljót rennur um Fljótsdal og í Héraðsflóa en í fljótið rennur Jökulsá í Fljótsdal og í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar er Jökulsá á Brú veitt í fljótið.

Lagarfljót

Lagarfljót rennur um Fljótsdal og í Héraðsflóa en í fljótið rennur Jökulsá í Fljótsdal en einnig er Jökulsá á Brú veitt í fljótið með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar sem hefur í kjölfarið haft neikvæð áhrif á lífríki fljótsins. Því er fljótið stíflað á tveimur stöðum, sem hluti af Kárahnjúkavirkjun (Ufsarstífla) og Lagarfossvirkjun í Lagarfljóti sem dregur nafn

Kverkfjöll liggja hátt í kverk milli Brúar- og Dyngjujökuls. Þau eru einn hæsti fjallabálkur landsins og megineldstöð með öflugt háhitasvæði.

Kverkfjöll

Kverkfjöll liggja hátt í kverk milli Brúarjökuls og Dyngjujökuls. Þau eru þriðji hæsti fjallabálkur á landinu á eftir Öræfajökli og Bárðarbungu, auk þess sem mikil megineldstöð er í Kverkfjöllum og öflugt háhitasvæði tengt henni. Stórt hverasvæði er í fjöllunum sem liggur í um 1600-1700 metra hæð. Óvíða í heiminum má sjá andstæður íss og elda

Krafla er megineldstöð og stór askja skammt norðaustur af Mývatni en þar hefur gosið nokkrum sinnum á nútíma og síðast árin 1975-1984.

Krafla

Krafla er megineldstöð og stór askja skammt norðaustur af Mývatni. Þarna hefur gosið nokkrum sinnum á nútíma og stóð síðasta umbrotahrinan 1975-1984. Þetta var mesti jarðsögulegi atburður hérlendis á síðustu öld. Kröfluvirkjun var þá í byggingu. Hún framleiðir nú 60 MW. Kröfluvirkjun II Kröfluvirkjun II með 150 MW framleiðslugetu er í nýtingarflokki 3. áfanga rammaáætlunar.

Kisubotnar eru staðsettir í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins á miðhálendi Íslands.

Kisubotnar

Kisubotnar eru staðsettir í suðaustanverðum Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins og þeim fylgja gjarnan mikil háhitasvæði. Virkjun í Kisubotnum er ein af fjórum virkjanahugmyndum sem hafa verið til athugunar á Kerlingarfjallasvæðinu, og er talin geta myndað 90 MW með virkjun jarðhita. Virkjanirnar með sínum blásandi borholum og affallslónum myndu gerbreyta ásýnd Kerlingarfjalla og fleiri

Kárahnjúkavirkjun virkjar rennsli Jökulsár á Dal, Jökulsár í Fljótsdal, Kelduár og þriggja þveráa hennar. Virkjunin er sú stærsta á landinu.

Kárahnjúkar

Kárahnjúkavirkjun virkjar rennsli Jökulsár á Dal, Jökulsár í Fljótsdal, Kelduár og þriggja þveráa hennar. Virkjunin er langstærsta virkjun Íslands og ein stærsta framkvæmd Íslandssögunnar með 690 MW afl, sem er álíka mikið og í öllum núverandi virkjunum í Þjórsá og Tungnaá samanlagt. Virkjunin knýr jafnframt stærsta álver landsins sem staðsett er á Reyðarfirði og var

Kaldakvísl er á Sprengisandsleið, einni fjölförnustu hálendisleið landsins þar sem landslag hefur mótast af jöklum og eldsumbrotum.

Kaldakvísl

Kaldakvísl er staðsett á Sprengisandsleið sem er ein fjölfarnasta hálendisleið landsins og liggur hún um Skrokköldu. Þar eru miklar víðáttur og sjá má fjölbreytilegt landslag sem einkennist af landmótun jökla og eldsumbrota. Líparítfjöllin, Nyrðri- og Syðri-Háganga, eru áberandi kennileiti hálendisins. Skrokkalda er á miðri Sprengisandsleið; einni fjölförnustu og mikilvægustu hálendisleið landsins, á milli Hofsjökuls í

Kaldaklof er svæði innan Friðlands að Fjallabaki sem nær yfir jarðhitann í Háuhverum, Kalda- og Heitaklofi og þaðan upp undir Torfajökul.

Kaldaklof

Kaldaklof nefnist það svæði sem nær yfir jarðhitann í Háuhverum, Kalda- og Heitaklofi og þaðan upp undir Torfajökul. Líparíthraun og móbergsmyndanir einkenna svæðið en einnig er þarna mikil hveravirkni. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Ná jarðhiti og jarðhitamerki

Jökultungur liggja sunnanmegin í Kaldaklofsfjöllum en þar eru jarðfræði litskrúðug og fjölbreytt og hinn frægi Laugarvegur liggur meðfram.

Jökultungur

Jökultungur liggja sunnanmegin í Kaldaklofsfjöllum. Þar eru líparítgúlar, móbergshryggir og gufu-og leirhverir en meðfram svæðinu liggur Laugarvegurinn þar sem fjöldi göngufólks leggur leið sína ár hvert. Á Torfajökulsvæðinu er jarðhita helst að finna í sjö þyrpingum, þ.e. við Landmannalaugar, Blautukvísl, Vestur- og Austur- Reykjadali, Ljósártungur, Jökultungur og Kaldaklof. Jarðhiti og jarðhitaummerki á svæðinu ná yfir

Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild.

Jökulsárnar í Skagafirði

Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið þeirra skapa einstaka, lítt raskaða landslagheild. Svæðið hefur gríðarlegt gildi á landsvísu þegar kemur að menningarminjum, jarðminjum, vatnafari, vistkerfum og jarðvegi. Einnig þjóna jökulárnar mikilvægu hlutverki í ferðaþjónustu á svæðinu en flúðasiglingar hafa skapað mikla sérstöðu fyrir svæðið. Bæði Austari og Vestari Jökulsár í Skagafirði eru á lista yfir bestu

Jökulsá á Fjöllum rennur úr norðanverðum Vatnajökli.

Jökulsá á Fjöllum – Helmingsvirkjun

Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á Íslands og rennur úr Brúarjökli og Dyngjujökli. Farvegur árinnar hefur mótast af miklum hamfaraflóðum sem átt hafa sér stað í gegnum árþúsundin og eru Jökulsárgljúfur sem tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði ein frægustu ummerki þeirra. Helmingsvirkjun fellur því í hæsta verðmætaflokk náttúru og menningarminja í rammaáætlun enda myndi virkjun valda breytingum

Jökulfall í Árnessýslu rennur úr Hofsjökli, meðfram Kerlingarfjöllum og óhindrað út í Hvítá við norðanvert Bláfell.

Jökulfall í Árnessýslu

Jökulfall í Árnessýslu rennur úr Hofsjökli, meðfram Kerlingarfjöllum og saman við Hvítá við norðanvert Bláfell. Svæðið er ósnortið gagnvart orkuvinnslu og mikil víðerni einkenna svæðið. Fyrirhuguð virkjun yrði um 22 MW með stíflu norðan Ásgarðsfjalls og um 14 km2 miðlunarlóni í Blánípuveri sem er stærsta samfellda votlendissvæðið á sunnanverðum Kili. Gýgjarfoss í Jökulfalli myndi hverfa

Írafoss er staðsettur í Soginu en Írafossstöð hóf rekstur árið 1953.

Írafoss

Írafoss er staðsettur í Soginu en Írafossstöð hóf rekstur árið 1953. Hún virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu, Írafoss og Kistufoss, en fallhæð þeirra er 38 m. Afl stöðvarinnar er 48 MW.

Innstidalur liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls. Þar er mikill jarðhiti.

Innstidalur

Innstidalur liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls. Þar er mikill jarðhiti – hverir, gígar og heitt vatn. Í Hveragili, litskrúðugu gili í norðausturhluta dalsins, er einn stærsti gufuhver landsins. Litadýrðin við upptök Hengladalsárinnar fyrir ofan dalinn í norðvestri, með sínum grænsafaríku dýjamosum, gefur litskrúðinu í Hveragili hins vegar lítið eftir. Jarðhitamyndanir og litskrúð dalsins hafa ótvírætt

Hvítá í Borgarfirði sem á upptök sín í Langjökli og Eiríksjökli. Hvítá í Borgarfirði er enn óvirkjað vatnsfall.

Hvítá í Borgarfirði

Hvítá í Borgarfirði sem á upptök sín í Langjökli og Eiríksjökli. Hvítá í Borgarfirði er enn ósnortið vatnsfall sem ekki hefur verið virkjað til orkuvinnslu. Hugmyndir hafa verið uppi um virkjun Hvítár við Kljáfoss. Stífla yrði ofan við Kljáfoss og lón lægi eftir farvegi Hvítár um 9 km að Sámsstöðum. Uppsett afl yrði 16 MW.

Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.

Hvítá – Hestvatn

Hvítá er ein lengsta á landsins en hún á upptök sín í Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Hestvirkjun kemur í stað Hestvatnsvirkjunar en ný áform gera ekki lengur ráð fyrir að Hestvatn verði nýtt sem miðlunarlón. Hestvatnsvirkjun var í biðflokki í 2.áfanga rammaáætlunar

Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.

Hvítá – Haukholt

Hvítá er ein lengsta á landsins en hún á upptök sín í Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Tilhögun virkjunar er talsvert breytt frá því hún var fyrst sett fram. Hvítá yrði stífluð um 2 km ofan við Brúarhlöð og lón myndað í farvegi

Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.

Hvítá – Búðartunga

Hvítá er þriðja lengsta á landsins og rennur hún úr Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Í ánni er frægasti foss landsins, Gullfoss en þangað koma ótal ferðamenn ár hvert til þess að bera stórkostlegan fossinn augum. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Búðartunguvirkjun yrði 27 MW rennslisvirkjun í Hvítá

Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni og óhindrað til sjávar.

Hvítá – Bláfell

Hvítá er þriðja lengsta á Íslands og rennur hún úr Hvítárvatni við austanverðan Langjökul. Í ánni er frægasti foss landsins, Gullfoss en þangað koma ótal ferðamenn ár hvert til þess að bera stórkostlegan fossinn augum. Áin rennur nánast óhindrað til sjávar og hefur ekki verið virkjuð til orkunýtingar. Fyrirhugðuð virkjun er í Hvítá við Bláfell

Hverfisfljót á upptök sín í Síðujökli og rennur um Skaftáreldahraun, eitt mesta hraun sem myndast hefur á jörðinni á sögulegum tíma.

Hverfisfljót

Hverfisfljót á upptök sín í Síðujökli í Vatnajökli. Það rennur um Brunahraun, austanvert Skaftáreldahraunið frá 1783-4; næstmesta hraun sem upp hefur komið í einu gosi á jörðinni á sögulegum tíma. Þarna er landið í mikilli og hraðri mótun af völdum stórkostlegra náttúruafla, en fljótið er enn að grafa sér og móta nýtt glúfur – eitt

Hveravellir er jarðhitasvæði á milli Hofsjökuls og Langjökuls og algengur áningarstaður á leið yfir Kjöl.

Hveravellir

Hveravellir er jarðhitasvæði á milli Hofsjökuls og Langjökuls og algengur áningarstaður á leið yfir Kjöl. Fyrir utan náttúrufegurð hafa þeir mikið sögulegt gildi, en þar höfðust við um hríð hinir þekktu útlagar Eyvindur Jónsson (Fjalla-Eyvindur) og Halla Jónsdóttir. Eyvindarhver á svæðinu er nefndur í höfuðið á Fjalla-Eyvindi, en á svæðinu er einnig að finna Öskurhól

Hverahlíð er grágrýtisstallur sem myndar fótstall Skálafells sem gnæfir yfir Hellisheiði og er hluti merkilegra landslagsheilda svæðisins.

Hverahlíð

Hverahlíð er 50-60 metra grágrýtisstallur sem myndar fótstall Skálafells sem gnæfir yfir í suðvestri þegar ekið er austur fyrir fjall um Hellisheiði. Svæðið er hluti merkilegra víðerna og landslagsheilda sem enn finnast á Hellisheiði og Reykjanesi og hefur svæðið jarðfræðilega sérstöðu sem er mikilvæg á landsvísu. Orkuveita Reykjavíkur áformar byggingu gufuaflsvirkjunar við Hverahlíð og hefur

Hverabotn er háhitasvæði sem liggur í hjarta Kerlingarfjalla, undir Mæni.

Kerlingarfjöll – Hverabotn

Hverabotn er háhitasvæði sem liggur í hjarta Kerlingarfjalla, undir Mæni. Þar eru kraftmiklir hverir í 950-1000 m hæð yfir sjávarmáli. Kerlingarfjöll er rýólíteldfjall utan rekbeltisins en þeim fylgja gjarnan mikil háhitasvæði. Svæðið er því einstakt á heimsvísu vegna jarðfræðilegrar sérstöðu sinnar og ósnortinnar náttúru. Hverabotn er ein fjögurra hugmynda um virkjanir á Kerlingarfjallasvæðinu, en hver

Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru hluti víðáttumikillar landslagsheildar sunnan Drangajökuls sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð.

Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará

Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru vatnsmiklar ár sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð og vatnasvið þeirra nær yfir stóran hluta Ófeigsfjarðarheiðar. Vatnasvið þeirra liggur sunnan við Drangajökul og er svæðið í heild sinni ósnortin landslagsheild sem einkennist af merkilegu vatnafari með ótal vötnum, fossum og ám, jökulmótuðu landslagi og fjölbreyttu lífríki. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lagt

Hrúthálsar eru afskekktur fjallgarður sem liggur sunnanvert í Herðubreiðarfjöllum

Hrúthálsar

Hrúthálsar eru lágur fjallgarður sem liggur sunnanvert í Herðubreiðarfjöllum, um 10 km norður af Kollóttudyngju en um 15 km norðnorðvestur af Herðubreið. Þar má finna ungleg ummerki um eldvirkni og ummyndun á yfirborði. Svæðið er afskekkt og úr alfaraleið og því um sannkölluð ósnortin öræfi að ræða. Orkustofnun áætlar að unnt væri að virkja þar

Tungnaá rennur úr Tungaárjökli um fjölbreytt landslag

Hrauneyjafoss

Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar umhverfis Tungnaá sé merkilegt á heimsvísu. Eitt stærsta raforkuver landsins, Hrauneyjafossstöð, er eitt þriggja raforkuvera sem virkja Tungnaá. Hrauneyjafossstöð stendur í jaðri hálendisins á Sprengisandsleið. Stíflur eru 1,5 km ofan við

Hraun er jarðfræðilega sérstætt, ósnortið og víðlent hálendissvæði frá Eyjabökkum við Snæfell, nær að Lónsöræfum og niður í drög Suðurfjarða.

Hraun

Hraun nær yfir víðlent hálendissvæði frá Eyjabökkum við Snæfell austur yfir vatnaskil, um innanverðan Geitdal og Háups að fjallveginum yfir Öxi og niður í drög suðurfjarða. Svæðið er afar víðlent, jarðfræðilega sérstætt og ósnortið. Það rís hæst í Þrándarjökli (1248 m) og Hofsjökli eystra (1180 m) og tengist Lónsöræfum á vatnaskilum. „Yfir Hraun“, fyrrum nefnd

Vatnasvið Hólmsár er hluti merkilegra landslagsheilda og lítt snortinna víðerna sem tengjast verðmætum svæðum á suðurhluta miðhálendissins.

Hólmsá

Vatnasvið Hólmsár er hluti umfangsmikilla landslagsheilda og lítt snortinna víðerna sem tengjast verðmætum svæðum á suðurhluta miðhálendissins, s.s. Torfajökulssvæðinu/Fjallabaki, Mýrdalsjökli, Langasjó og Skaftá og nágrenni. Vegna sérstöðu svæðisins og nálægð við önnur friðlýst og merkileg svæði vilja margir að allar þrjár virkjunarhugmyndirnar sem snúa að Hólmsá falli í verndarflokk. Um 80 helsingjapör verpa á svæðinu

Scroll to Top