Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Rannveig er sérfræðingur hjá Landvernd. Hennar sérsvið er málefni sem tengjast vistheimt, lífbreytileika, matarsóun, plasti og loftslagsmálum

 

Rannveig er líffræðingur að mennt og lauk doktorsnámi í spendýravistfræði árið 2013 frá Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford háskóla í Bretlandi. Hún hefur áður lokið meistaranámi í sama fagi frá Háskóla Íslands í samstarfi við Deakin háskóla í Ástralíu. Einnig lauk hún kvikmyndagerðarnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands.

Rannveig hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. starfað við rannsóknir á sjófuglum, mink og áströlsku ránpokadýri. Að auki hefur hún tekið þátt í gerð ýmissa kvikmynda og náttúrulífsmynda. Rannveig var í ritstjórn Náttúrufræðingsins árin 2012-2016, var pistlahöfundur um umhverfismál í Samfélaginu á Rás 1 á árunum 2016-2019 og hefur stundað vísindamiðlun fyrir almenning í fjölmiðlum og heimildamyndum. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um umhverfismál og haustið 2018 hélt hún erindi á TEDxReykjavík um plast.

rannveig (hjá) landvernd.is

 

Tengt efni

Rannveig Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Landvernd, landvernd.is

Umhverfispistlar Rannveigar

Dr. Rannveig fræðir fólk um plast, loftslagsmál og náttúru í umhverfispistlum sínum.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.