Skipting Alviðru og Öndverðarness II

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktaði um skiptingu Alviðru og Öndverðarness II.

Ályktanir Aðalfundar Landverndar 2020

Alviðra

Aðalfundur Landverndar 2020 lýsir yfir stuðningi við að stjórn samtakanna hefji viðræður við Héraðsnefnd Árnesinga um framtíðar skipan mála á sameiginlegri landareign að Alviðru og Öndverðarnes II, með það að markmiði að tryggja verndun svæðisins en jafnframt til að auðvelda umsýslu til lengri tíma litið.

Greinagerð
Framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga (HÁ) hefur óskað eftir viðræðum um endurskoðað fyrirkomulag á eignarhaldi á jörðunum Alviðru og Öndverðarnesi II. Framkvæmdastjórn HÁ telur að til lengri tíma litið sé farsælast fyrir báða aðila, þ.e. Landvernd og HÁ, að eigninni sé skipt milli eigandanna. Jafnframt er ljóst að eftir sem áður myndu skilmálar gjafabréf gilda um báðar jarðir, þ.e. að þær yrðu nýttar til landgræðslu og náttúruverndar og ákvæði um eftirlitsskyldu þyrftu að uppfyllast áfram. 

Stjórn Landverndar hefur rætt þetta erindi og telur mikilvægt að fá afstöðu aðalfundar áður en lengra verður haldið.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd