Olíulaust Ísland 2035

Komið er að lífslokum jarðefnaeldsneytis, gerum Ísland olíulaust árið 2035, landvernd.is
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktaði um olíulaust Ísland árið 2035

Ályktanir Aðalfundar Landverndar 2020

Olíulaust Ísland 2035

Íslendingar hafa ekki sett sér nein markmið um það hvenær hætt verður að nota jarðefnaeldsneyti hér á landi. Á Íslandi er auðvelt að útfasa jarðefnaeldsneyti en stjórnvöld þurfa að stiga fram af miklu meiri krafti. Nauðsynlegt er að flýta orkuskiptum í vegasamgöngum. Það er bæði vel framkvæmanlegt og nauðsynlegt miðað við nýjustu tölur um losun koltvísýrings í vegasamgöngum á Íslandi, sem fer hækkandi þrátt fyrir spár. 

Það þarf kjark og útsjónarsemi til þess að vera fyrirmynd; til að taka erfiðar, en til lengri tíma litið skynsamlegar ákvarðanir. Það er augljóst að Ísland getur verið sjálfbært um orku og því ætti það að vera sjálfsagt mál að setja fram slík markmið. 

Við leggjum til að stjórnvöld setji sér eftirfarandi markmið: 

  • 2020 Auka fjármagn í nýsköpun og þróun fyrir notkun hreinna orkugjafa í flugsamgöngum í samstarfi við grannþjóðir
  • 2023 Banna innflutning á bensín og díselbílum
  • 2025 Banna innflutning vinnuvélum og tækjum sem ekki ganga fyrir hreinum orkugjöfum
  • 2025 Öll opinber framkvæmdasvæði noti eingöngu tæki sem ganga fyrir hreinum orkugjöfum

Við leggjum til að stjórnvöld setji sér eftirfarandi markmið: 

  • 2025 Jarðefnaeldsneytislausar almenningssamgöngur á landi
  • 2030 Markmið um fyrsta raffarþegaflug innanlands
  • 2030 Jarðefnaeldsneytislausar landssamgöngur
  • 2030 Jarðefnaeldsneytislausar sjósamgöngur
  • 2035 Jarðefnaeldsneytislaus fiskiskipafloti
  • 2035 Markmið um rafvæðingu millilandaflugs

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd