Ofbeit og lausaganga búfjár

Gæta þarf þess að verja fjármunum almennings af skynsemi og til hjálpar loftslaginu, landvernd.is
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktar um ofbeit og lausagöngu búfjár.

Ályktanir Aðalfundar Landverndar 2020

Ofbeit og lausaganga búfjár

Aðalfundur Landvernd tekur undir ályktanir aðalfundar Skógræktarfélags Íslands 2019 og 2015 um að lausaganga búfjár verði stöðvuð. 

 Þá vill fundurinn að ósjálfbær beit eins og beit á illa förnu landi verði stöðvuð nú þegar. 

 Fundurinn vill að hafist verði handa við undirbúning við að banna alla lausagöngu búfjár í áföngum nú þegar. 

Greinagerð:
Landvernd eru samtök sem voru stofnuð fyrir 50 árum til þess að berjast gegn gróður- og jarðvegseyðingu á Íslandi sem þá var gríðarstór vandi. Vandinn er enn stór í dag þótt umtalsverður árangur hafi náðst í endurheimt landgæða, landgræðslu og skógrækt. Lausaganga búfjár á stóran þátt í gróður- og jarðvegseyðingu á Íslandi og kemur í veg fyrir að land í hnignun endurheimtist. Því er afar brýnt að stýring landnýtingar í sauðfjárrækt á Íslandi sé í lagi, að hún sé fagleg, nútímaleg, gagnsæ og hafi almannahagsmuni að leiðarljósi. Grípa verður til tveggja aðgerða: að stöðva ósjálfbæra beit nú þegar og afnema lausagöngu búfjár í áföngum.

Lausaganga

Á fáum stöðum í heiminum er það skylda samfélagsins alls að verja sig gegn ágangi búfjár í eigu annarra enda er eðlilegt fyrirkomulag að bændur haldi sínu búfé á eigin landi. Vörsluskylda frekar en lausaganga á að vera reglan þannig að búfjáreigendur beri ábyrgð á sínu búfé á því landi sem þeir nýta.
Úrelt lög um afréttarmál og fjallskil og lög um búfjárhald valda víðtækum ágangi fjár á land í annarra eigu og setur fráleitar skyldur á herðar landeigenda um skil á fé í annarra eigu, (sjá til dæmis umsögn Landgræðslunnar í tilefni setningar skógræktarlaga ). Lögin eru iðulega rótin að ósjálfbærri beit eins og á Lónsöræfi og Skyndidal.

Ofbeit

Dæmi eru um að beitarfriðun eins og í Þórsmörk hafa borið ótrúlegan árangur þegar kemur að endurheimt vistkerfa. Í riti Ólafs Arnalds Á röngunni (Rit LbhÍ nr. 118) kemur fram að á mörgum stöðum er land í hnignun beitt langt umfram þolmörk. Landnýtingarþætti gæðastýringar í sauðfjárrækt sem ætlað var að tryggja sjálfbæra landnýtingu hefur ekki virkað sem skyldi. Þar kemur fram að greiðslur sem hvetja eiga bændur til þess að stunda sjálfbæra landnýtingu virka ekki sem hvatar heldur eru inntar af hendi til allra sem þær sækja, óháð því hvort landnýtingin er sjálfbær eða ekki. Sem betur fer virðast skilyrði um sjálfbæra landnýtingu vera uppfyllt af megin þorra bænda, en sá minnihluti sem ekki uppfyllir skilyrðin kastar rýrð á alla þá sem stunda sauðfjárrækt.
Úrelt lög um afréttarmál og fjallskil og lög um búfjárhald valda víðtækum ágangi fjár á land í annarra eigu og setur fráleitar skyldur á herðar landeigenda um skil á fé í annarra eigu, sjá til dæmis umsögn Landgræðslunnar í tilefni setningar skógræktarlaga. Lögin eru iðulega rótin að ósjálfbærri beit eins og á Lónsöræfi og Skyndidal.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd