Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará
Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru vatnsmiklar ár sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð og vatnasvið þeirra nær yfir stóran hluta
Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará eru vatnsmiklar ár sem falla í Ófeigsfjörð og Eyvindarfjörð og vatnasvið þeirra nær yfir stóran hluta
Drangajökull og svæðið umhverfis hann hefur hátt verndargildi sem óbyggð víðerni, bæði á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða. Tímabært er að friðlýsa Drangajökulsvíðerni.
Fjögur náttúruverndarsamtök hafa sent inn stöðvunarkröfu vegna Hvalárvirkjunar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Samtökin kærðu framkvæmdaleyfi fyrsta hluta Hvalárvirkjunar í fyrr og gerðu um leið kröfu um stöðvun framkvæmda. Úrskurðanefndin hefur enn ekki úrskurðað í málinu, framkvæmdir eru yfirvofandi og því senda samtökin aftur inn kröfu um stöðvun.
Stjórn Landverndar telur að fyrirhugaðar breytingar á framkvæmdinni Hvalárvirkjun þarfnist nýs umhverfismats.
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin IUCN hafa gefið út að Drangajökulsvíðerni séu mikilvæg í alþjóðlegu og innlendu samhengi þar sem það er eitt af örfáum heildstæðum óbyggðum víðernum í Evrópu og flokkist sem alþjóðlega mikilvæg óbyggð víðerni.
Landvernd, Rjúkandi, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir Umhverfissinnar hafa kært ákvörðun sveitastjórnar Árneshrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar.
Ályktanir um víðerni landsins, aðgerðir í loftslagsmálum, miðhálendisþjóðgarð, hvalveiðar, orkusparnað og orkunýtni og hringrásarhagkerfi voru samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019.
Skorum á umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar. Friðlýsum áhrifasvæði Hvalárvirkjunar og verndum óbyggð víðerni Stranda. Friðlýsingar eru jákvæður kostur fyrir sveitarfélög.
Stjórn Landverndar lýsir undrun sinni á því að Hvalárvirkjun skuli enn vera á dagskrá því á henni eru stórkostlegir annmarkar sem Landvernd og aðrir ólögbundnir umsagnaraðilar hafa ítrekað bent á, en einnig Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Mikilvægt er að leiðrétta misskilning sem kemur fram í máli iðnaðarráðherra í frétt RÚV í gær um leikreglur í virkjanamálum á Íslandi í tengslum við tillögu Náttúrufræðistofnunar Ísland um friðlýsingu svæða við Drangajökul, en með friðlýsingu væri fyrirhuguð Hvalárvirkjun mögulega úr sögunni
Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.
Landvernd vinnur að gerð athugasemda um auglýsta tillögu að breyttu aðalskipulagi í Árneshreppi á Ströndum, sem leyfa myndu 25 km af virkjunarvegum á óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar.