Viðburður: Vindorka – náttúran í annað sæti?
Um land allt eru áform um tugi vindorkuvera. Þann 21. október 2021 efna Landvernd og SUNN til fundar um áhrif vindorku á náttúruna.
Um land allt eru áform um tugi vindorkuvera. Þann 21. október 2021 efna Landvernd og SUNN til fundar um áhrif vindorku á náttúruna.
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með mat á umhverfisáhrifum fyrir stór vindorkuver þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. 200 MW vindorkuver á Melrakkasléttu er ekki tímabært.
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktar um upplýsingar og stefnu sem varðar vindorku.
Vindorkustefna Landverndar byggist á náttúruverndarsjónarmiðum með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Landsvirkjun hefur uppi áætlanir um að reisa vindmyllubúgarða á Hafinu milli Búrfells og Sultartanga og á Blönduveitusvæðinu.