Þjórsá – Kjalöldur

Landvernd fagnar 50 ára afmæli árið 2019, landvernd.is
Þjórsárver. Ljósmyndari Ólafur Már Björnsson.

Kjalöldur eru staðsettar austan við Þjórsá, ofarlega á vatnasviði árinnar. Þjórsá er lengsta á landsins og á upptök sín í Hofsjökli. Áin liggur um Þjórsárver sem eru víðáttumikil gróðurvin á hálendinu sunnan Hofsjökuls. Kjalölduveita fellur í biðflokk rammaáætlunar. Með Kjalölduveitu yrði Þjórsá stífluð norðvestan við Kjalöldur, um 4 km sunnan friðlands Þjórsárvera og myndi vatnsrennsli Þjórsár minnka töluvert neðan virkjunar.

 Virkjunarhugmyndir

Kjalölduveita kemur í stað Norðlingaölduveitu sem hefði verið staðsett norðar og inni á nú friðlýstu landi. Virkjun fæli í sér röskun á og við Þjórsá á lítt snortnu landi í jaðri Þjórsárvera en virkjun í svo miklu návígi við svæði með svo hátt verndargildi myndi skerða víðerni á svæði sem hefur mikilvægi á heimsvísu.

Heimild: Orkustofnun og Landvernd

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is

Scroll to Top