Þú er hér - Category: Ályktanir

Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

SJÁ VERKEFNI »

Aðalfundur Landverndar 2012

Um 50 manns sóttu aðalfund Landverndar 2012 sem haldinn var í Nauthól í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum samtakanna og fjórar ályktanir um hálendisþjóðgarð, rammaáætlun, sameiginlegt umhverfismat háspennulína og loftslagsmál.

SJÁ VERKEFNI »

Fjölmenni á Náttúruverndarþingi 2012

Um 150 manns sóttu Náttúruverndarþing í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Guðmundi Páli Ólafssyni var veitt viðurkenningin Náttúruverndarinn, fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar frá þinginu. Meginályktunin fer hér á eftir

SJÁ VERKEFNI »
Teigsskógur er einstakt svæði þar sem náttúrulegur birkiskógur mætir fjöru, landvernd.is

Ályktun vegna vegagerðar í Gufudalssveit

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Ályktanir aðalfundar Landverndar 2011

Á aðalfundi Landverndar 26. maí voru samþykktar þrjár ályktanir sem stjórn samtakanna hafði veg og vanda af undirbúningi að, þ.e. (1) um annan áfanga Rammaáætlunar, (2) um mengunarmál og eftirlitshlutverk stjórnvalda og (3) um menntun til sjálfbærrar þróunar í skólum.

SJÁ VERKEFNI »