
Ungliðaráð Landverndar ályktar um loftslagsmál ásamt kollegum á Norðurlöndum
Félagar í Ungliðaráði Landverndar sóttu norræna ráðstefnu ungliðahreyfinga í Osló í lok október. Ungliðarnir ályktuðu um loftslagsmál og sendu á ríkisstjórnir landanna.

Félagar í Ungliðaráði Landverndar sóttu norræna ráðstefnu ungliðahreyfinga í Osló í lok október. Ungliðarnir ályktuðu um loftslagsmál og sendu á ríkisstjórnir landanna.

Landvernd og Fuglavernd hafa sent skrifstofu Ramsar samningsins erindi þar sem farið er fram á að samningurinn rannsaki möguleg áhrif 45-90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi á lífríki Mývatns.

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum.

Landvernd og fjögur önnur náttúruverndarsamtök sendu frá sér ályktun vegna tilkynningar Orkuveitu Reykjavíkur um að fyrirtækið myndi ekki geta staðist reglugerð um brennisteinsmengun í lofti árið 2014.

Baráttufundurinn krefst þess að Alþingi endurskoði þennan þátt áætlunarinnar og færi hið minnsta Sveifluháls í Krísuvík, Sandfell sunnan Keilis, Stóru-Sandvík og Eldvörp í bið- eða verndarflokk.

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í gærkvöldi, 30. maí. Ályktun fundarins má lesa hér að neðan.

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands afhentu í dag Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina Reykjanesskagi. Ruslatunnan í Rammaáætlun. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Um 50 manns sóttu aðalfund Landverndar 2012 sem haldinn var í Nauthól í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum samtakanna og fjórar ályktanir um hálendisþjóðgarð, rammaáætlun, sameiginlegt umhverfismat háspennulína og loftslagsmál.

Ályktun aðalfundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands

Ályktun aðalfundar um sameiginlegt umhverfismat háspennulína

Ályktun aðalfundar Landverndar 2012 um rammaáætlun.

Ályktun aðalfundar Landverndar 2012 um loftslagsmál.

Um 150 manns sóttu Náttúruverndarþing í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Guðmundi Páli Ólafssyni var veitt viðurkenningin Náttúruverndarinn, fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar frá þinginu. Meginályktunin fer hér á eftir

Landvernd hefur sent frá sér ályktun þar sem samtökin fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að standa við fyrri yfirlýsingar og láta milljarð króna renna árlega til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin.

Landvernd hefur sent iðnaðarráðherra bréf þar sem samtökin hvetja ráðherra til að gefa Orkustofnun fyrirmæli um áframhaldandi bann við útgáfu rannsóknaleyfa vegna mögulegra vatnsafls- og jarðvarmavirkjana.

Stjórn Landvernd lýsir yfir óánægju með að í drögum að umsögn Orkuveitu Reykjavíkur um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) leggi fyrirtækið fram tillögu um að Bitra verði færð úr verndarflokki í biðflokk.

Landvernd, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtök Íslands lýsa yfir stuðningi við þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að hlífa Teigsskógi og leggja til vegagerð eftir svokallaðri D-leið í Gufudalssveit með göngum undir Hjallaháls.

Stjórn Landverndar fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls í Mývatnssveit. Friðlýsingin er mikilvægur áfangi í náttúruvernd hér á landi, en um er að ræða fjölsóttar náttúruperlur sem hafa ekki notið verndar eftir lagabreytingar árið 2004.

Stjórn Landverndar harmar ákvörðun Orkustofnunar að veita leyfi fyrir sitt leyti til borana í Grændal í Ölfusi í tengslum við jarðhitarannsóknir. Grændalur er svæði með verndargildi á heimsvísu að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands sem verðskuldar hámarks vernd.