Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi: Björg Pétursdóttir
Í fyrirlestrinum fjallar Björg Pétursdóttir um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi.
Í fyrirlestrinum fjallar Björg Pétursdóttir um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi.
Fyrirlestur Sigrúnar Helgadóttur fjallar um sjálfbærni og sjálfbærnihluta nýju námskrárinnar.
Föstudaginn 11. október 2013 var haldin ráðstefna Skóla á grænni grein í Kaldalóni í Hörpu. Ráðstefnan var vel sótt og voru fjölmörg spennandi erindi haldin.
Bill McKibben stofnandi 350.org flutti fyrirlestur um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í Háskólabíói 5. maí sl. í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ.
Bill McKibben hitti fulltrúa þingflokka á hádegisfundi í dag. Hann sagði að nú væri mikilvægt að einhver þjóð bryti ísinn og tilkynnti að olía, gas eða kol yrðu ekki unnin úr jörðu þótt möguleikinn á því væri fyrir hendi. Slík yfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum.
Landvernd og Stofnun Sæmundar fróða við HÍ efna til opins fundar um ný náttúruverndarlög í Norræna húsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 20-22. Allir velkomnir.
Bjarki Valtýsson hjá Kaupmannahafnarháskóla og Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hjá Natturan.is eru næstu fyrirlesarar í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins, 3. janúar n.k.
Í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins 21. nóvember fjallaði Shelley McIvor um breytingar á hegðun fólks og hvernig menntun, miðlun og þátttaka væru lykillinn að aukinni umhverfisvitund fólks.
Helena Óladóttir hélt fyrirlestur í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins þar sem hún fjallaði um menntun til sjálfbærni í aðalnámskrá grunn-, leik- og framhaldsskóla.
Næstu erindi í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins verða flutt af Shelley McIvor frá Global Action Plan í London og Helenu Óladóttur hjá Náttúruskóla Reykjavíkur þann 21. nóvember kl. 16-18.
Ársfundur Kolviðar árið 2012 verður haldinn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Lauganestanga 70, kl. 16:00 miðvikudaginn 31. október. Hugi Ólafsson flytur erindi um loftslagsbreytingar og tengingar við sjóði eins og Kolvið.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar hélt fyrirlestur um mikilvægi náttúrunnar og náttúruverndar fyrir þróun og framtíð ferðaþjónustunnar og lagði sérstaka áherslu á hálendi Íslands
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í gærkvöldi, 30. maí. Ályktun fundarins má lesa hér að neðan.
Um 150 manns sóttu Náttúruverndarþing í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Guðmundi Páli Ólafssyni var veitt viðurkenningin Náttúruverndarinn, fyrir ötula náttúruverndarbaráttu á Íslandi. Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar frá þinginu. Meginályktunin fer hér á eftir
Landvernd boðar til opins fundar um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.
Nýleg könnun á vef Víkurfrétta sýnir að skiptar skoðanir eru um hvort reisa skuli álver í Helguvík. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa svæðisins en samt er unnið að framvindu málsins.
Á ráðstefnu Landverndar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var fjallað um hvernig málum er varða orkuöflun og umhverfismál er háttað hér á Íslandi og borið saman við það sem þekkist í öðrum löndum.
Landgræðsla ríkisins og Landvernd bjóða til hádegisfyrirlestrar föstudaginn 17. apríl kl. 12:15 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Roger Crofts, sem er alþjóðlegur ráðgjafi margra ríkisstjórna og félagasamtaka á sviði umhverfismála, fjallar í fyrirlestrinum um framtíðarsýn sem byggir á nýju gildismati, verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirlesturinn er á ensku.
Haldið föstudagurinn 9. júní, kl. 14:00 í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.Markmið málþingsins var að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem ÍslandsGátt getur boðið upp á.
Málþing laugardaginn 25. mars til heiðurs Hjörleifi Guttormssyni sjötugum.