Átthagar og grenndarnám
Afmælispakki grænfánans í febrúar
Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagna 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.
Pakkinn opnar í febrúar
Hvað veist þú
um átthaga?
Í stuttu máli er það umhverfi, náttúra og samfélag í eða nálægt heimabyggð okkar.
En til þess að útskýra það aðeins nánar þá er hægt að skipta átthögum gróflega í nærumhverfi annars vegar og nærsamfélag hins vegar.
Til nærumhverfis telst þá það sem er að finna í umhverfinu, bæði náttúrulegt landslag, eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur, og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar og almenningsgarðar svo eitthvað sé nefnt.
Hvernig lítur nærumhverfi skólans út?
Eru hólar eða hæðir? Fjöll og dalir? Getið þið farið í ferð út fyrir skólann þar sem þið upplifið breytt landslag? Hvernig hefur það landslag myndast? Þekkir þú einhver örnefni í nærumhverfinu?
Til nærsamfélagsins teljast svo íbúar samfélagsins og það sem þeir hafa byggt upp, s.s. félög, samtök, stofnanir, fyrirtæki og önnur samfélagsfyrirbæri.
Hvaða stofnanir og fyrirtæki er að finna í nágrenninu?
Getið þið haft samband við fólkið sem býr og starfar í kringum skólann? Getið þið kennt þeim eitthvað eða lært eitthvað af þeim? Getið þið haft áhrif á nærumhverfið ykkar með einhverjum hætti. Dæmi eru um að nemendur í Grænfánaskólum hafi sent sveitafélögum ábendingar og beiðnir, t.d þar sem óskað er eftir betri umgengni í bæjarfélaginu eða jafnvel tillögur að breytingum í skólalóðinni.
Allir geta haft áhrif á samfélagið sem þeir búa í.
Þekking á nærumhverfinu eykur virðingu fyrir því og hvetur til bættrar umgengni.
Einstaklingar sem umgangast og þekkja náttúrulegt landslag í sinni heimabyggð eru líklegri til að taka afstöðu með náttúrunni og þannig stuðla að vernd hennar.
Með því að kynnast stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélaginu lærum við betur á samfélagið sem við búum í og vitum hvert við eigum að leita um ákveðin málefni.
Þannig getum við einnig haft áhrif á samfélagið og umhverfið til hins betra.
Hver einstaklingur eru mikilvægur hluti af sínu samfélagi.
Það er nauðsynlegt að ríkis- og sveitarstjórnir, fyrirtæki og stofnanir hafi umhverfi og fólkið í samfélaginu ætíð í fyrirrúmi við allar ákvarðanir og gjörðir.
Fólkið í samfélagins þarf að fá að hafa eitthvað að segja í ákvörðunum sem snerta það. Það á að hafa vald til að setja pressu á fólkið sem stjórnar.
Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!
Einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld þurfa að vinna saman
Við getum öll haft áhrif
Verkefni
Hvaðan kemur vatnið?
Besta leiðin í skólann?
Átthagar barnanna
Þrautabraut
Umhverfishönnun
Græna blaðið
Eins og við sjáum umhverfið okkar
Átthagarnir okkar
Náttúruorð – Vasabók
Náttúruljóð
Hvað getum við gert? Gerum það!
Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni
Hjálpum þeim að hjálpa hafinu
13 leikir sem lífga upp á göngutúrinn
Deildu með okkur hugmyndum og myndum
Ítarefni
atthagar.is – Vefur Grunnskóla Snæfellsbæjar um átthagafræðslu. Verkefni og skólanámskrá.
Fuglar og náttúra í nærumhverfi. bók eftir Cécile Chauvat, Jessica Aquino, og Einar Þorleifsson
Bókin könnum kortin 2, nærumhverfi og átthagar Könnum kortin 2 – rafbók. MMS.
Hreint haf. MMS og Landvernd. Rafbók og verkefnasafn um hafið og ógnvalda þess.
Hreint haf – Plast á norðurslóðum. MMS og Landvernd.
Halló heimur 1 – umferðin. MMS.
Halló heimur 1 – umhverfið okkar. MMS.
Flott vefsíða hjá grunnskólanum í Hveragerði um útikennslu í nærumhverfi ÚTIKENNSLA – Forsíða (weebly.com)
Viljum við náttúru á skólalóðina Verkefni fyrir unglingastig
Verkefnakista Miðstöð útivistar og útináms. MÚÚ.
Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni.
#grænfáninn20ára
#grænfáninn20ára
Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum.
Kynntu þér námsefni frá Landvernd
Námsefni um lífbreytileika og ræktun fyrir leikskóla, yngsta- og miðstig grunnskóla. Sigurlaug Arnardóttir hafði umsjón með gerð efnisins en það er afrakstur Evrópsks þróunarverkefni HOB’s Adventures sem Landvernd, Skólar á grænni grein og grænfánaskólar tóku þátt í. Útgefendur eru Landvernd og Menntamálastofnun. Lesa meira um námsefnið.
Menntaverkefni Landverndar
GRÆNFÁNINN
Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt.
Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…
Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…