Ályktanir Aðalfundar Landverndar 2020
RAMMAÁÆTLUN III
Aðalfundur Landverndar styður vinnu við rammaáætlun og að rammaáætlun þrjú verði lögð fyrir Alþingi til skoðunar og samþykktar. En gera þarf breytingar á tillögum verkefnisstjórnar þar sem nú eru liðin fjögur ár frá því að tillögur hennar voru lagaðar fram og ný sjónarmið og þekking hefur komið fram á þeim tíma.
Mikilvægt er að ríkt tillit sé tekið til nýrra upplýsinga og þekkingar og breytinga í friðlýsingum á nærliggjandi svæðum og vaxandi áherslu sem lögð er á verndun víðerna. Þá ber að hafa í huga áform um að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. Í þessu ljósi er mikilvægt að taka til endurmats kosti þar sem breyting hefur orðið á þessum þáttum og ætla má að sú breyting hefði áhrif á niðurstöðu mats.
Nú liggur fyrir að Hvalárvirkjun var sett í nýtingaflokk við gerð rammaáætlunar 2 án þess að fyrir því væru faglegar forsendur. Aðalfundur hvetur Alþingi til að skoða þetta vel og leiðrétt þau mistök sem gerð voru.
Markmið laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (2011 nr. 48) er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Lögin kveði skýr á um að mat skuli bygg á faglegum gögnum og vinnu faghópa. Í tilvikum þar sem gögn eru ekki talin fullnægjandi tilgreina lögin að virkjunarkostur skuli settur í biðflokk.
Landvernd styður vinnubrögð um faglegt mat sem lýst er í lögunum en leggst gegn frjálslegri túlkun á lögunum vegna einstakra virkjunarkosta eða sérstakra hagsmuna. Í tilvikum þar sem er vafi um niðurstöðu mats bera fara að varúðarreglunni og setja virkjunarkost í biðflokk.
Það er ástæða til að benda á að nýtingarflokkur er í raun ekki nýtingarflokkur en flokkur þar sem heimilt er að veita leyfi til frekari rannsókna. Hafa ber í heiðri að ákvörðun um að heimila virkjun verður ekki tekin fyrr en að afloknu mati á umhverfisáhrifum og þá taka ber fullt tillit til niðurstöðu matsins. Einnig er í matinu ekki lagt mat á neikvæð samfélagsleg áhrif en reynslan sýnir að stórframkvæmdir geta klofið niður lítil samfélög og valdið ómældum vandræðum um langt skeið.
Í tilvikum þar sem koma fram rökstuddar ábendingar um að verkefnisstjórn og eða Alþingi hafi ekki fylgt því faglega mati eða kröfum um gæði gagna sem fram koma í lögum, mun Landvernd krefjast leiðréttinga, eða jafnvel leita lögformlega leiða til að fá það fært til réttari vegar.
Hvalárvirkjun ranglega í nýtingaflokk
Það sem fram hefur komið um Hvalaárvirkjun, bæði nú við úttekt IUCN og áður við mat á umhverfisáhrifum, vekur spurningar um það hvers vegna ákveðið var á sínum tíma að setja Hvalávirkjun í nýtingaflokk. Lög nr. 48/2011, um verndar-og orkunýtingaráætlun tilgreina að byggja skuli á niðurstöðu á mati faghópa, sem voru fjórir við gerða rammaáætlunar II.
Jafnframt segir í sömu lögum að þar sem upplýsingar séu ekki taldar nægjanlega góðar skuli virkjunarkostur falla í biðflokk. Í skilaskýrslu verkefnisstjórnar frá júní 2011 kemur fram í töflu 7.2 að Hvalárvirkjun er í 29 sæti af 52 virkjunarkostum, en alls fara 16 kostir í nýtingarflokk. Ef farið væri eftir röðun faghóp má ætla að 16 efstur virkjunarkostirnir hefðu átt að fara í nýtingaflokk en ekki kostur númer 29.
Hvað varðar gæði gagna kemur fram í sömu skýrslu að gögn um Hvalaárvirkjun er varða náttúru- og menningarminjar eru í C/B flokki og gögn um ferðaþjónustu, útvist, landbúnað og hlunnindi í flokki C/C. Skv. leiðbeiningum sem lýst er í skýrslunni er gæðamati skipt í 4 flokka. Gögn í A og B flokki teljast fullnægjandi. Gögn í C flokki nægja tæpast fyrir mati og gögn í D flokki eru ónóg fyrir mat.
Framangreind atriði benda sterklega til þess að Hvalárvirkjun hafi ekki verið sett í nýtingarflokk á faglegum forsendum. Ef það reynist rétt er niðurstaðan ekki í samræmi við gildandi lög. Þetta verður að leiðrétta.