Áskorun til alþingismanna – Tryggið að rammaáætlun þjóni tilgangi sínum
Við skorum á alþingismenn til þess að bregðast við göllum á rammaáætlun og breyta henni þannig að hún þjóni raunverulega tilgangi sínum.
Við skorum á alþingismenn til þess að bregðast við göllum á rammaáætlun og breyta henni þannig að hún þjóni raunverulega tilgangi sínum.
Rammaáætlun er stjórntæki sem ætlað er að byggja á faglegri ákvarðanatöku. Við búum í einstöku landi og berum ábyrgð á því.
Markmið rammaáætlunar er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Vindorka er þar ekki undanskilin.
Það þarf að fara fram á að allir sem virkja í þeim tilgangi að selja orkuna, þurfi að sæta niðurstöðu rammaáætlunar.
Á þriggja ára fresti hittast félagar í Landvernd til að móta stefnu samtakanna næstu ára. Laugardaginn 12. mars blæs Landvernd til slíks fundar.
Garpdalsfjall rís yfir Reykhóla og vindorkuver mun verða áberandi í landi og sjást mjög víða að. Uppi eru stórfelld áform
Markmið risavaxinna vindorkuvera að Hróðnýjarstöðum og Sólheimum við Breiðafjörð byggja á hæpnum forsendum þar sem landi og gríðarlega dýrmætu lífríki er ógnað ásamt því sem að fyrir liggur að mjög stór hluti samfélagsins, ekki síst nærsamfélagið, er mjög mótfallið þessum umdeildu áformum og inngripi í umhverfi, lífríki og samfélag Dalabyggðar.
Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins.
Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.
Um land allt eru áform um tugi vindorkuvera. Þann 21. október 2021 efna Landvernd og SUNN til fundar um áhrif vindorku á náttúruna.
Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.
Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með mat á umhverfisáhrifum fyrir stór vindorkuver þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. 200 MW vindorkuver á Melrakkasléttu er ekki tímabært.
Vindorka er hagkvæmur kostur en ekki er þörf á vindorkuvirkjunum eins og staðan er nú og þó öll áform um orkuskipti gangi eftir. Næg raforka er í landinu – bæta þarf flutning hennar til almennings.
Umhverfisáhrif Vindorkuvera geta verið mjög mikil. Í tilviki fyrirhugaðs vindorkuvers á Mosfellsheiði er um að ræða gríðarmikið jarðrask og efnistöku, sjónmengun og neikvæð áhrif á landslagsheildir og hættu fyrir fuglalíf. Inn í tillögu að matsáætlun vantar áætlun um mat á áhrifum á ferðaþjónustu og útivist.