Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

ALVIÐRA

Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar

Margt er að sjá í Alviðru og nágrenni. Þegar gengið er í hlíðar Ingólfsfjalls og þar skoðað sæbarið grjót varpar það ljósi á þá staðreynd að sjór stóð mun hærra í lok ísaldar en nú. Úr hlíðum Ingólfsfjalls er gott útsýni og sést m.a. yfir stórárnar þrjár, Sogið, Hvítá og Ölfusá, og ef gott skyggni er má sjá til Heklu, Tindfjalla og Eyjafjallajökuls. Á leiðinni má sjá menningarminjar sem vert er að staldra við og skoða.

Magnús Jóhannesson bóndi í Alviðru gaf Landvernd og Árnessýslu jarðirnar Alviðru í Ölfusi og Öndverðarnes II í Grímsnesi árið 1973 og árið 1981 var gerð skipulagsskrá yfir eignirnar. Alviðra var gerð að sjálfseignarstofnun undir nafninu Alviðra, landgræðslu- og náttúruverndarstofnun, enda eru þar tækifæri til margs konar fræðslu og náttúruskoðunar. Þar er húsnæði fyrir allt að 30 manns.

Einkunnarorð Alviðru

Fróðleikur – Skemmtun – Útivist

 

Elstu heimildir sem þekktar eru um búsetu í Alviðru eru frá því um siðaskipti þegar jörðin sem áður var eign kirkjunnar varð konungseign.

Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Suðurlands er jörðin Alviðra 651 hektari að stærð. Nokkur hluti jarðarinnar er ógróið land á Ingólfsfjalli.

Veiðiréttur í Sogi fyrir landi Öndverðarness og þó einkum Alviðru hafa verið og eru mikilvæg hlunnindi. Veiðiréttur er nú leigður til Stangveiðifélags Reykjavíkur og Stangveiðifélags Selfoss til fimm ára í senn.

Um árabil var þar boðið upp á fræðslu fyrir leik- og grunnskólabörn en frá árinu 2008 dróst fjárhagur skólastofnana saman og forsendur fræðslunnar brustu.

Skólinn í náttúrunni

Náttúruskoðun og útivist er nú í boði í fræðslusetri Landverndar í Alviðru við Sogið undir Ingólfsfjalli. Þar mæta skólabekkir með kennara sínum og njóta leiðsagnar staðarráðsmanns um náttúru svæðisins.

Nánar →
Vigdís Finnbogadóttir á 75 ára afmæli sínu í Vigdísarrjóðri í Alviðru

Vigdísarrjóður í Alviðru

Vigdís Finnbogadóttir kom í Alviðru í gær, 9. júní, til að taka þátt í gróðursetningu í Vigdísarrjóðri sem er afmæliskveðja Landverndar til Vigdísar.

Nánar →
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Fuglaskoðun í Alviðru 5. júní

Laugardaginn 5. júní kl. 14-16 mun Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og höfundur bókarinnar Íslenskur fuglavísir fræða gesti Alviðru um þær fjölbreytilegu fuglategundir sem þar er að finna.

Nánar →

Viltu kynna þér starfsemi Alviðru?

Scroll to Top