
Hálendisvegaskýrsla Landverndar
Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.







