Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

©Kristján Ingi Erlendsson, ljósmyndari. Kristján Ingi er höfundur bókarinnar Unique Island og fær Landvernd 5% af söluandvirði hverrar bókar.

Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Miðhálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði í Evrópu sem aldrei hefur verið numið af mönnum. Sérstaða svæðisins felst í einstakri náttúru, gróðurvinjum, jarðfræði og landmótun, einstöku samspili elds og íss, óviðjafnanlegum andstæðum í landslagi og víðernum sem eru talin meðal síðustu stóru víðerna Evrópu.

SJÁ VERKEFNI »
Náttúrukortið veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Tekið er mið af niðurstöðum 3. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði en það eru iðnaðarráðuneytið og umhverfisráðuneytið sem hafa unnið að þessari útlistun nýtanlegra auðlinda, landvernd.is

Náttúra í hættu!

Stóriðja og raforkuframleiðendur ógna þessari einstöku náttúru og eiga fjölmargar náttúruperlur í hættu að verða sökkt eða vera breytt í iðnaðarsvæði.

SJÁ VERKEFNI »
Verndum hálendi Íslands fyrir stóriðjuvirkjunum, landvernd.is

Hálendishópur Landverndar

Hálendishópurinn er hluti af grasrót Landverndar. Þar koma saman félagar í Landvernd sem deila sýn á óumdeilt mikilvægi víðerna Íslands. Starf hópsins felst í því að vekja athygli á hálendi Íslands og styðja við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. 

SJÁ VERKEFNI »
Vonarskarð, viðkvæm náttúra og samspil elds og íss, ljósmyndar: Kristján Ingi Einarsson, landvernd.is

Af hverju náttúruvernd?

Meginrökin fyrir verndun stórra svæða er hin einstaka náttúra Íslands. Náttúran er leiksvið kvikrar landmótunar, elds og íss og verðmætra vistkerfa. Þá eru hér stór lítt snortin víðerni og stórbrotið landslag. Allt eru þetta verðmæti sem er afar brýnt að vernda.

SJÁ VERKEFNI »
Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum, Tungnafljót í Biskupstungum. Mynd: Magnús Jóhannsson, landvernd.is

Friðlýsingar: Ekki gera ekki neitt!

Það er óskandi að áframhaldandi vitundarvakning um náttúruvernd hjá almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar verði til þessi að við getum staðið vörð um náttúruperlur landsins og verndað þær til framtíðar.

SJÁ VERKEFNI »