Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Drynjandi er einn af þeim fossum sem mun þurrkast upp ef af Hvalárvirkjun verður, landvernd.is

Blekkingar um Hvalárvirkjun á Ströndum afhjúpaðar

Ófeigsfjarðarheiði er hluti af stærsta óbyggða víðerni Vestfjarðar- kjálkans sem nær frá Hornströndum í norðri, um Drangajökul til Steingrímsfjarðar í suðri, samtals rúmlega 1.600 km2 svæði. Með tilkomu Hvalárvirkjunar mun þetta víðerni skerðast um 200 km2 og enn meir með lagningu raflína og línuvega.

SJÁ VERKEFNI »
Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum, Tungnafljót í Biskupstungum. Mynd: Magnús Jóhannsson, landvernd.is

Stöðva verður hernaðinn gegn íslensku lindánum

Landvernd skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að virkja þetta ákvæði og friðlýsa hið allra fyrsta stærstu lindavatnssvæði landsins gagnvart orkuvinnslu. Jafnframt skorar Landvernd á orkufyrirtæki og sveitarstjórnir að láta af hernaði gegn þessum djásnum landsins.

SJÁ VERKEFNI »
Jarðhitasvæði eru meðal sérstæðustu náttúrufyrirbæra á Íslandi og njóta hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim sérstakrar verndar, landvernd.is

Jarðhiti á Íslandi

Jarðhitasvæði eru meðal sérstæðustu náttúrufyrirbæra á Íslandi og njóta hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim sérstakrar verndar.

SJÁ VERKEFNI »
Frá Kili, mynd Guðmundur Ingi Guðbrandsson, landvernd.is

Framkvæmdir á Kili

Kjölur og næsta nágrenni eru hluti af gersemum miðhálendisins. Kjalvegur er þar meginsamgönguæð og við hann eru mörg fjölsótt svæði sem hafa hátt náttúruverndargildi. Að mati Landverndar ætti svæðið að vera hluti af miðhálendisþjóðgarði og allar skipulagsákvarðanir að taka mið af því.

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðjulínur á hálendinu? nei takk, landvernd.is

Landsnet og umhverfismál

Landvernd hefur á undanförnum árum veitt Landsneti hf. öflugt aðhald í umhverfismálum. Það hefur einkum beinst að áætlanagerð Landsnets (kerfisáætlun) og umdeildum framkvæmdum, þar á meðal Sprengisandslínu. Mörg mál bíða úrlausnar dómstóla og annarra yfirvalda, þar sem reynir á stöðu umhverfismála.

SJÁ VERKEFNI »

Vel sótt málþing um miðhálendið.

Fullt var út úr dyrum á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um miðhálendið sem fór fram um helgina. Til máls tók fjölbreyttur hópur sérfræðinga og voru gestir fræddir um þau verðmæti sem felast í óbyggðum víðernum hálendisins.

SJÁ VERKEFNI »
Sprengisandur, landvernd.is

Sprengisandslína og Sprengisandsvegur

Þá vantar mikilvæg atriði inn í fyrirhugað mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu. Landvernd hefur gert þá kröfu að dragi Landsnet ekki til baka matsáætlun sína verði hið minnsta unnið mat á umhverfisáhrifum jarðstrengs yfir alla Sprengisandsleið en ekki eingöngu hluta hennar. Slíkt mat ætti að ná til hvoru tveggja, riðstraumsstrengs (AC) og jafnstraumsstrengs (DC).

SJÁ VERKEFNI »