
Á ferð um Teigsskóg
Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.
Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.
Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.
Haldið föstudagurinn 9. júní, kl. 14:00 í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.Markmið málþingsins var að leiða í ljós hvað hagsmunaaðilar geta fengið út úr samstarfi sem ÍslandsGátt getur boðið upp á.
Stjórn Landverndar vill að stjórnvöld hafni umsókn um heimild til að bora tilraunarholu vegna hugsanlegrar jarðvarmavirkjunar í Kerlingarfjöllum.
Samvinnunefndin um miðhálendið og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafna hugmyndum um virkjanir í Þjórsárverum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.
Hálendi Íslands er einstakt á alþjóðlega vísu. Dr. Ives, ráðgjafi í umhverfismálum og sjálfbærri þróun við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókíó flytur fyrirlestur.
Um 5.000 fulltrúar sóttu þing Alþjóðanáttúrverndarsamtakanna sem haldið var í Bangkok dagana 17. til 25. nóvember 2005. Á þinginu var fjallað um rúmlega 100 ályktanir sem snerta verndun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Í þessum ályktunum er að finna stefnumörkun fyrir náttúruvernd á næstu árum.
Á heimasíðu skipafélagsins Smyril-line segir að Ísland sé ,,Eldorado” þeirra sem vilja aka utan vega (an Eldorado for off-roaders). Landvernd hefur sent félaginu athugasemd og bent á að akstur utan vega er bannaður á Íslandi.
Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur hefur stefnt Alcoa og umhverfis- og fjármálaráðherra vegna mats á umhverfisáhrifum álversins og veitingu starfsleyfis.
Stjórn Landverndar fagnar skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í skýrslunni kemur í fyrsta sinn fram samanburður á mörgum virkjunarhugmyndum þar sem bæði er litið til arðsemi og áhrifa á umhverfið. Stjórnin vonar að þessi skýrsla efli upplýsta umræðu um virkjanir og náttúruvernd og verði til þess að betri sátt náist um val á virkjunarkostum.
Hádegisfyrirlestur í Norrænahúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 25. júní um spurninguna hvað sé ósnortin náttúra.