Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Hálendisvegaskýrsla Landverndar

Í skýrslunni er lagt til að gert verði heildstætt kerfi um flokkun vega á hálendinu til að auka öryggi vegfarenda og til að draga úr hættu á landsspjöllum. Bent er á að bæta þarf marga af núverandi vegum á hálendinu ekki síst til þess að koma í veg fyrir hjáleiðir og niðurgröft.

SJÁ VERKEFNI »

Á ferð um Teigsskóg

Um 90 manns mættu í gönguna um Teigsskóg þann 5. júlí sl. Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum.

SJÁ VERKEFNI »
Gjástykki, landvernd.is

Landvernd styður friðlýsingu Gjástykkis

Stjórn Landverndar tekur undir áhyggjur SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) vegna fyrirhugaðra rannsóknarborana í Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu, sem nú eru í matsferli vegna umhverfisáhrifa. Landvernd hvetur áhugasama til að kynna sér frummatsskýrslu Landsvirkjunar vegna rannsóknarborana í Gjástykki sem nálgast má á heimasíðu Skipulagsstofnunar www.skipulag.is og leggja fram athugasemdir. Athugasemdafrestur er til 28. ágúst 2009.

SJÁ VERKEFNI »
Fremrinámar, eru í hættu vegna virkjan, stöðvum eyðileggingu lands fyrir stóriðju, ljósmyndari: Jens Bachmann, landvernd.is

IUCN-þing markar stefnuna fyrir áherslur í náttúruvernd

Um 5.000 fulltrúar sóttu þing Alþjóðanáttúrverndarsamtakanna sem haldið var í Bangkok dagana 17. til 25. nóvember 2005. Á þinginu var fjallað um rúmlega 100 ályktanir sem snerta verndun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Í þessum ályktunum er að finna stefnumörkun fyrir náttúruvernd á næstu árum.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Rammaáætlun verði mótandi um val á virkjunarstöðum

Stjórn Landverndar fagnar skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í skýrslunni kemur í fyrsta sinn fram samanburður á mörgum virkjunarhugmyndum þar sem bæði er litið til arðsemi og áhrifa á umhverfið. Stjórnin vonar að þessi skýrsla efli upplýsta umræðu um virkjanir og náttúruvernd og verði til þess að betri sátt náist um val á virkjunarkostum.

SJÁ VERKEFNI »