
Lögum breytt í þágu náttúrunnar
Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Hlutverkaleikur þar sem nemendur setja sig í spor annarra og ræða um loftslagsréttlæti. Nemendur eiga að átta sig á hversu margbrotin og flókin mál liggja á bakvið hugtakið loftslagsréttlæti. Nemendur eiga í rökræðum með fiskabúrs-aðferðinni og koma sér síðan saman um aðgerðir sem munu stuðla að loftslagsréttlæti. Verkefnið fyrir 14 – 100 ára.

Votlendisbingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 14-100 ára

Landlæsis-bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningunum sjálfir og/eða finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

Auður framkvæmdastjóri Landverndar er á COP27 ráðstefnunni í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni fannst markvert 16. nóvember – þann dag ráðstefnunnar sem var helgaður líffræðilegri fjölbreytni.

Jarðvegs bingó er leikur þar sem nemendur ganga á milli með bingóspjöld. Þeir eru að svara spurningum og ræða málin. Nemendur reyna að ná bingó með því að svara spurningum sjálfir og finna fólk sem getur hjálpað þeim. Verkefni fyrir 16-100 ára

Tryggvi Felixson gagnrýnir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og kallar þær barnalega léttvægar. Sú hugmyndafræði sem skapaði vandann mun ekki leysa hann.

Þetta verkefni opnar augu þátttakenda fyrir þeim áhrifum sem þeir verða fyrir dags daglega frá markaðssetningu og auglýsingum. Verkefni fyrir 14-100 ára

Auður framkvæmdastjóri Landverndar sækir COP27 ráðstefnuna í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni finnst markvert 15. nóvember – daginn sem mannkynið náði 8 milljörðum.

Í þessu hópverkefni eru nemendur að fást við annan hugsunarhátt og lífsform en gengur og gerist í vestrænum löndum. Nemendur eiga að ræða hvernig þessi hugsunarháttur er frábrugðin samfélaginu hérlendis en einnig hvenær við hugsum á svipaðan hátt.

Auður framkvæmdastjóri Landverndar sækir COP27 ráðstefnuna í Sharm-El-Sheik í Egyptalandi. Hún deilir með okkur því sem henni finnst markvert.
Mánudagurinn 14. nóvember:

Nægjusemi frelsar okkur frá óþarfa byrði og álagi. Minni tími og peningar fara í lífsgæðakapphlaupið, þ.e. í eigur, auð og álit annarra. Þannig er hægt að öðlast ýmislegt dýrmætt eins og frelsi, frítíma og orku til að verja í það sem er mikilvægt og veitir hamingju.

Þetta er stutt verkefni sem vekur okkur til umhugsunar og hvetur til umræðna um þau lífsgildi sem hver og einn vill að standa fyrir og rækta. Verkefnið fyrir 12-100 ára

Nægjusemi er hugsunarháttur allsnægta, alveg öfugt við neysluhyggjuna sem er sá hugsunarháttur að skorta stöðugt eitthvað.

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Léttur leikur til að kveikja til umhugsunar og umræðna um tengsl milli neyslu og hamingju. Markmiðið er að þátttakendur velti fyrir sér að hvaða leyt hamingja þeirra tengist neysluvörum. Verkefni fyrir 8-100 ára

Landvernd er málsvari náttúrunnar. Ef þú leggur okkur lið með því að gerast félagi eða með einstökum styrkjum getur þú fengið skattaafslátt. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta fengið skattaafsláttinn. Landvernd sér um að koma upplýsingunum til skattsins.

Náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu.
Hálendi Íslands þarf nauðsynlega komast sem fyrst inn í hálendisþjóðgarð. Það er land sem okkur ber skylda til að varðveita sem síðustu stóru, samfelldu og óskemmdu víðerni Evrópu. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar.

Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Stjórn Landverndar styður tillöguna í

Landvernd telur áformin um samræmingu áætlana jákvæð og nauðsynleg og vill koma á framfæri þökkum til innviðaráðuneytisins vegna þessa frumkvæðis.