HEIMSMARKMIÐ
Búsvæðisslóð
Nemendur fræðast um það að búsvæði lífvera er ólíkt og stjórnast af þörfum þeirra. Nemendur fá kort af búsvæði merkt tilteknu dýri og slóð þess sem þeir eiga að rekja á skólalóðinni. Nemendum rekja slóð dýrsins og leita þess sem það þarfnast til að geta lifað. Verkefni fyrir 6-10 ára
Búsvæði
Nemendur teikna myndir af bústöðum fólks og dýra og bera saman frumþarfir.
Nemendur læra um hugtök tengd búsvæðum eins og fæða, vatn, skjól, rými. Verkefni fyrir 6-9 ára
Staðurinn minn
Nemendur velja sér stað í náttúrunni sem er þeim kær og velta fyrir sér spurningum tengdum honum. Nemendur velta t.d fyrir sér tilfinningum sem koma upp þegar hann er á staðnum og velta svæðinu fyrir sér út frá hugtakinu lífríki. Verkefnið nýtist vel í íslenskukennslu þar sem nemendur ígrunda einnig staðinn út frá lýsingarorðum og sagnorðum. Verkefni fyrir 8-12 ára
Lífið í kringum mig
Nemendur fræðast um mismunandi búsvæði og lífverur innan þeirra. Valið er búsvæði einhverrar lífveru og fundinn staður innan þess. Nemendur þurfa að komast í nána snertingu við búsvæði dýrs eða plöntu sem þeir ímynda sér. Nemendur telja upp einkenni og eiginleika lífverunnar og úr verður einhverskonar ljóð. Verkefnið fyrir 8-12 ára
Skólanestið
Nemendur velta fyrir sér matvælum sem oft leynast í nestisboxinu. Skoða hvernig hægt er að velja nesti með tilliti til umhverfisins. Nemendur skoða meta matarsóun, hver nemandi reiknar einnig út hvað nestið kostar og hversu mikið af því fer til spillis t.d. yfir eina viku. Verkefnið hentar 10-16 ára
Náttúruljóð
Nemendur fara út í nærumhverfið og ímynda sér að þeir séu lífvera sem heldur til þar og skrifa síðan ljóð. Verkefnið hentar 10-20 ára
Orkunotkun – Slökktu í þágu náttúrunnar
Nemendur teikna mynd af ferli orku frá uppsprettu til nýtingar ásamt þeim umhverfisáhrifum sem fylgja ferlinu. Einnig leita þeir leiða til að gera umhverfinu gagn með eigin orkunotkun og prófa þær leiðir. Verkefnið er fyrir 13-25 ára
Hvernig voru jólin hjá ömmu og afa?
Í verkefninu tökum við viðtal við eldri manneskju sem við þekkjum um þeirra æskujól, getum við lært af jólasiðum eldri kynslóða voru þær kannski umhverfisvænni en í dag? Getum við nýtt okkur eitthvað af þeirra siðum án þess að gleði okkar yfir jólunum skerðist? Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Hvernig eru græn jól?
Nemendur velta því fyrir sér hvernig við getum unnið með neysluþríhyrninginn í tengslum við jólahátíðina og stuðlað að grænum umhverfisvænum jólum. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Jólagosið
Þrátt fyrir að á Íslandi sé gott rennandi vatn í krönum sem þarf ekki að borga fyrir. Þá er gosdrykkjaneysla landsmanna umtalsverð. Í þessu verkefni skoða nemendur gosdrykkjaneyslu sína yfir ákveðið tímabil. Nemendur verða meðvitaðri um eigin gosneyslu, hvað varðar sykurmagn, kostnað og hvað hægt er að fá til baka með endurvinnslu. Verkefni fyrir 8-15 ára nemendur.
Kerti sem brennur ekki
Ef það er eitthvað sem auðvelt er að nálgast í miklu magni þá eru það klósettrúlluhólkar. Þá má nýta á fjölbreyttan hátt, hér er hugmynd að jólaskrauti þar sem klósettrúlluhólkur er notaður. Verkefni fyrir nemendur á öllum aldri.
Sauma í pappír
Föndur þar sem garnafgangar nýttir til að búa til mynd, kort eða merkispjöld. Einfalt verkefni sem þjálfar fínhreyfingar. Verkefnið hentar fyrir 3-10 ára nemendur.
Jólabókaflóð
Með hringrásarhagkerfið í huga er tilvalið að skoða möguleika þess að gefa bókum nýtt hlutverk. Hér koma nokkrar hugmyndir um hvernig mætti nota bækur eða blaðsíður úr illa förnum bókum í jólaföndur og gjafir. Verkefnið hentar nemendum á öllum aldri.
Hreint haf – Plast á norðurslóðum
Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs. Hreint haf – plast á norðurslóðum samanstendur af rafbók, verkefnasafni og kennaraleiðbeiningum.
Molta í krukku
Molta í krukku er verkefni þar sem nemendur skoða hvað brotnar niður yfir langan tíma. Búðu til moltu í krukku. Verkefni fyrir 3-16 ára.
Námskeið – búum til námskeið og fræðum aðra
Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Náttúruauðlindir – hvað er það?
Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Eyjan okkar
Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og hvað þau þurfa til að lifa góðu lífi án þess að ganga of mikið á auðlindir Jarðar.
Hringrásarhagkerfið – verkefni
Nemendur læra um hringrásarhagkerfið og velta fyrir sér hringrás þeirra hluta sem þeir tengja við. Fyrir 8-16 ára.
Óskilamunir
Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir – hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt – eða geta komið merktum hlutum til skila. Verkefni fyrir 8-16 ára.
Vistsporið mitt
Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á skapandi hátt. Verkefni fyrir 5-16 ára.
Geimskipið
Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára nemendur.
Orkuverkefni
Nemendur læra um orku sem við notum í daglegu lífi og velta fyrir sér eigin orkunotkun. Verkefni fyrir 4-10 ára.
Hugleiðingar um hluti
Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir okkur allt sem við þurfum. Verkefni fyrir 3-10 ára.
Hafðu áhrif – Verkefni
Í verkefninu taka nemendur sig til, hafa áhrif og grípa til aðgerða. Komið þið auga á eitthvað vandamál í ykkar nærumhverfi sem þyrfti að leysa?
Hjálpum fyrirtækjum og stjórnvöldum – Verkefni
Hvernig standa fyrirtæki og stofnanir og stjórnvöld sig? Nemendur fara í heimsókn í fyrirtæki eða stofnanir í nærumhverfinu og bjóða upp á umhverfismat þar sem nemendur leggja gátlista fyrir fulltrúa fyrirtækjanna/stofnana og stinga upp á hugmyndum. Hentar 4-25 ára nemendum.
Plastáskorun – Hvað nota ég og hverju get ég sleppt?
Plastáskorun – Hvað notar þú daglega? Hverju er auðvelt að sleppa og hverju er erfitt að sleppa? Hvaða markmið ætlar þú að setja þér?
Skelin – Hver gerir hvað?
Í þessu verkefni er sjónum beint að lausnum á plastvandanum. Hver getur gert hvað til að draga úr plastmengun? Einstaklingar, fjölskyldur, skólinn eða stjórnvöld? Hver gerir hvað?
Plast í skólastofunni (30 mín)
Hve mikið plast er í skólastofunni? Hvaða plasti er auðvelt að sleppa? En erfitt að sleppa? Nemendur kortleggja skólastofuna.
Hjálpum þeim að hjálpa hafinu
Nemendur fara í plastkapphlaup í 15 mínútur. Þeir greina hvaðan ruslið kemur og hafa samband við fyrirtæki sem framleiddu eða seldu hlutinn og láta vita. Nemendur geta leiðbeint fyrirtækjum hvernig best er að vernda umhverfið. Verkefnið hentar 4-25 ára nemendum.