
Með hálendið í hjartanu
Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar skrifar um hálendi Íslands og hvers virði það er henni.
Landvernd heldur Hálendishátíð 11. október – tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands. Miðar eru seldir á tix.is

Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar skrifar um hálendi Íslands og hvers virði það er henni.
Landvernd heldur Hálendishátíð 11. október – tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands. Miðar eru seldir á tix.is

„Ef við erum ekki full aðdáunar yfir áræðni, auðmagni og ævintýramennsku túrstagreifanna þá erum í mesta lagi lömuð af undrun á meðan hakkavélin fer ránshendi um dýrmætin sem okkur var falið að gæta.”

Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur óttast að Íslendingar séu að gera sömu mistökin eina ferðina enn: Að taka opnum örmum erlendum risafyrirtækjum sem axla hér enga umhverfisábyrgð, láta sig íslenska náttúru engu varða – og fara með gróðann úr landi.

Ráðist er að íslenskri náttúru, okkar verðmætustu auðlind, með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, segir Andrés Skúlason.
Atgangur orkugeirans sé alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum.

Náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu.
Hálendi Íslands þarf nauðsynlega komast sem fyrst inn í hálendisþjóðgarð. Það er land sem okkur ber skylda til að varðveita sem síðustu stóru, samfelldu og óskemmdu víðerni Evrópu. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar.

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

Tryggvi Felixson bendir á að engin þjóð í heiminum framleiði jafn mikið rafmagn á íbúa og Íslendingar. Langbesti virkjunarkosturinn sem standi til boða sé að bæta nýtni orkunnar og styrkja flutningsnetið.

Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar skrifar

Eins og staðan er núna er enginn sem getur séð til þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands.
Íslensk stjórnvöld útiloka umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómstóla.

Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum

Landnýting vindorkuvera veldur eyðileggingu á gróðri, jarðvegi og jarðmyndunum, spillir ásýnd og eru hættuleg fuglum. Þau eiga því fullt erindi í rammaáætlun
Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum.

Færsla hringvegarins og jarðgöng gegnum Reynisfjall raska svæðum á náttúruminjaskrá og svæðum sem njóta verndar náttúruverndarlaga.

Stjórn Landverndar telur að bíða eigi með skipulagsbreytingar vegna stórra vindorkuvera þar til þau hafa farið í gegnum mat rammaáætlunar og ljóst er að þörf er á aukinni orkuframleiðslu. Hætta af vindorkuverum á mikilvægum fuglasvæðum eins og Breiðafirðinum er sérstaklega mikil.

Þessi tvö skjáskot voru tekin áðan af vef Orkustofnunar og sýna virkjanahugmyndir (ekki núverandi virkjanir).

Þrátt fyrir neikvætt umhverfismat Skipulagsstofnunar er haldið áfram með skipulag hnútuvirkjunar. Skaftárhreppur hefur ekki sýnt fram á að það séu brýnir almannahagsmunir að virkja Hnútu. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur flutti erindi sitt „Helvíti er sá staður þar sem allir eru sammála“ á málþingi Landverndar: Hálendið, verðmætasta auðlind Íslands? þann 1. desember 2020.

Svokallaðar smávirkjanir geta haft mjög alvarleg og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og full ástæða til þess að fara varlega við leyfisveitingar.

Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.

Virkjanir sem eru allt að 9,9 MW eru kallaðar „smávirkjanir“. Slíkar virkjanir eru engar SMÁvirkjanir.
Mynd: Við upptök Geitdalsár í Leirudal. Ljósmynd: Andrés Skúlason