Þú er hér - Category: Náttúra í hættu

Með hálendið í hjartanu

Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar skrifar um hálendi Íslands og hvers virði það er henni.

Landvernd heldur Hálendishátíð 11. október – tónlistarveislu til heiðurs Hálendi Íslands. Miðar eru seldir á tix.is

SJÁ VERKEFNI »

Hálendið í hakkavélina

„Ef við erum ekki full aðdáunar yfir áræðni, auðmagni og ævintýramennsku túrstagreifanna þá erum í mesta lagi lömuð af undrun á meðan hakkavélin fer ránshendi um dýrmætin sem okkur var falið að gæta.“

SJÁ VERKEFNI »

Vindorka – árás á náttúru Íslands

Ráðist er að íslenskri náttúru, okkar verðmætustu auðlind, með þeim grófustu iðnaðaráformum sem sett hafa verið á svið frá upphafi, segir Andrés Skúlason.

Atgangur orkugeirans sé alltof mikill þegar vanmáttug sveitarfélög eru annarsvegar og ekki er til að dreifa haldbærum lögum eða reglum í málaflokknum.

SJÁ VERKEFNI »
Uxatindar - ein af dásemdum hálendisins.

Öræfaástin og eignarhaldið

Náttúran er nú sem aldrei fyrr borin fram sem auðmeltur skyndiréttur og jafnvel sem neyðarframlag til loftslagsvandans á heimsvísu.

Hálendi Íslands þarf nauð­syn­lega kom­ast sem fyrst inn í hálend­is­þjóð­garð. Það er land sem okkur ber skylda til að varð­veita sem síð­ustu stóru, sam­felldu og óskemmdu víð­erni Evr­ópu. Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar.

SJÁ VERKEFNI »
Ágengar tegundir lúpína kerfill fura Erling Ólafsson landvernd.is

Ágengar framandi lífverur

Þegar lífvera er flutt af mannavöldum inn á nýtt svæði er hún kölluð framandi lífvera og ef hún skaðar lífríkið sem þar er fyrir þá er hún orðin framandi ágeng lífvera. Einkenni ágengra framandi lífvera eru m.a. að þær fjölga sér hratt, þær geta lifað á mjög fjölbreyttu fæði eða við fjölbreyttar aðstæður. Minkur, lúpína og skógarkerfill eru dæmi um ágengar framandi tegundir á Íslandi.

SJÁ VERKEFNI »
Fremrinámar, eru í hættu vegna virkjan, stöðvum eyðileggingu lands fyrir stóriðju, ljósmyndari: Jens Bachmann, landvernd.is

Áróðursherferðin gegn landinu

Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar skrifar

SJÁ VERKEFNI »
Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is

Umsögn: Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum

SJÁ VERKEFNI »
Stóriðja í Helguvík er tímaskekkja, Arion banki og Stakksberg eiga að falla frá hugmyndum um að endurræsa kísilverksmiðjuna, landvernd.is

Stóriðjustefnan – nýju fötin keisarans

Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum.

SJÁ VERKEFNI »