Fyrirlestur: Allt online? Samfélagsmiðlar og umhverfisvernd
Bjarki Valtýsson, lektor við Kaupmannahafnarháskóla flutti erindi sem fjallaði um félagsmiðla, svo sem facebook, og umhverfisvernd.
Bjarki Valtýsson, lektor við Kaupmannahafnarháskóla flutti erindi sem fjallaði um félagsmiðla, svo sem facebook, og umhverfisvernd.
Bjarki Valtýsson hjá Kaupmannahafnarháskóla og Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hjá Natturan.is eru næstu fyrirlesarar í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins, 3. janúar n.k.
Landvernd vekur athygli á borgarafundi Hraunavina fimmtudagskvöldið 29. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Hvetjum alla til að mæta
Næstu erindi í fyrirlestraröð Landverndar og Norræna hússins verða flutt af Shelley McIvor frá Global Action Plan í London og Helenu Óladóttur hjá Náttúruskóla Reykjavíkur þann 21. nóvember kl. 16-18.
Landvernd og Franska sendiráðið á Íslandi efna til fyrirlestrar um menntun til sjálfbærrar þróunar í sal Arion banka (Þingvöllum) í Borgartúni 19, þann 6. nóvember kl. 14:30.
Landvernd og Norræna húsið hleypa af stokkunum fyrirlestraröðinni Frá vitund til verka um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum miðvikudaginn 17. október kl. 16 í Norræna húsinu.
Landvernd og Ferðafélag Íslands efna til gönguferðar á Hengilssvæðinu laugardaginn 29. september n.k. Farið verður í Köldulaugagil, Hagavíkurlaugar og um Stangarháls og sagt frá jarðfræði og líffræði þessara einstöku svæða.
Landvernd tekur þátt í degi íslenskrar náttúru þann 16. september n.k. og efnir ásamt fimm öðrum félagasamtökum til hjólaævintýris um höfuðborgarsvæðið þar sem ævintýrafólk kemst í nána snertingu við lífríki og náttúru.
Landvörður í Alviðru leiðir gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.
Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13-16 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.
Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun og ganga fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi við Sogið. Skoðuð verða skordýr, plöntur og fuglar og farið í skemmtilega náttúruleiki. Eitthvað við allra hæfi. Aðgangur ókeypis.
Landvernd stendur fyrir þremur ferðum í sumar í samstarfi við Ferðafélag Íslands (FÍ). Skráning er hjá FÍ í síma 568 2533 eða með því að senda tölvupóst á fi@fi.is. Lýsingu ferðanna má sjá hér að neðan
Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSVE) efna til opins fundar til bjargar náttúruperlum í Reykjanesfólkvangi og nágrenni. Framsöguerindi sérfræðinga og pallborðsumræður með stjórnmálamönnum
Landvernd efndi til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum mánudaginn 21. maí síðastliðinn í Nauthóli við Nauthólsvík. Málþingið var liður í verkefni Landverndar með sama heiti, en sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er verkefni til tveggja ára sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012
Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni um verndun jarðhita á Íslandi.
Aðalfundur Landverndar árið 2012 verður haldinn í Nauthóli við Nauthólsvík laugardaginn 12. maí og hefst kl. 10, en húsið verður opnað 9:45. Dagskrá fundarins fer hér á eftir.
Landvernd og Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi efna til málþings um áhrif virkjana í Skaftárhreppi í Norræna húsinu laugardaginn 5. maí kl. 12-15. Um tvær virkjanahugmyndir við Fjallabakssvæðið er að ræða; Búlandsvirkjun í Skaftártungu (í Skaftá og Tungufljóti) og Atleyjarvirkjun ustan Mýrdalsjökuls (í Hólmsá).
Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi efnir til náttúruverndarþings 2012 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 28. apríl kl. 10-16:30. Fjallað verður um stöðu rammaáætlunar, ferðaþjónustu, lýðræði, friðlönd og skipulag og starf náttúruverndarfélaga.
Efling græna hagkerfisins: Opinn fundur 11. apríl kl. 12 í Þjóðminjasafninu
Fræðsluerindi HÍN um Sigurð Þórarinsson jarðfræðing