Þú er hér - Category: Ferðir og viðburðir

Gönguhópur Landverndar stofnaður

Stofnaður hefur verið gönguhópur Landverndar. Þetta er liður í að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólkssem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir.

SJÁ VERKEFNI »

Grænavatnsganga

Í tilefni af aldarminningu Sigurðar Þórarinssonar
Þann 8. janúar 2012 verða liðin 100 ár frá fæðingardegi Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings, eins ástsælasta vísindamanns þjóðarinnar á síðustu öld. Á þessum degi ætla félög og samtök sem tengjast náttúruvísindum, náttúruvernd og útiveru að efna til blysfarar kringum Grænavatn í Krýsuvík. Dagskrá hefst kl. 15 við Grænavatn.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Fyrsta ferð sumarsins 29. maí – Reykjanes, Reykjanestá og Gunnuhver

Undanfarin sumur hefur Landvernd ferðast um jarðhitasvæði, ásamt fríðu föruneyti ferðafélaga og sérfróðra leiðsögumanna. Í sumar ætla samtökin að bjóða aftur upp á ferðir í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Fyrsta ferðin verður farin um Reykjanes undir traustri leiðsögn Kristjáns Jónassonar sviðsstjóra jarðfræðideildar Náttúrufræðistofnunar.

SJÁ VERKEFNI »
Trölladyngja og Grænadyngja á Reykjanesskaga eru í hættu. Svæðið er í biðflokki en þó hafa rannsóknir valdið miklum skaða á svæðinu, landvernd.is

Velheppnuð ferð í Trölladyngju

Sunnudaginn 4.júlí fór 40 manna hópur á vegum Landverndar og Ferðafélags Íslands í gönguferð um hið ægifögra umhverfi Trölladyngju og Sogana á Reykjanesskaga. Ferðin var afar vel heppnuð og allir fóru heim fullir fróðleiks eftir góða leiðsögn Sigmundar Einarssonar jarðfræðings.

SJÁ VERKEFNI »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru

Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.

SJÁ VERKEFNI »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Dagskrá að hefjast í Alviðru.

Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.

SJÁ VERKEFNI »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Opinn veiðidagur í Alviðru 21 júní

Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11-18. Á opnum veiðidegi gefst þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

SJÁ VERKEFNI »

Ferð í Langasjó

Landvernd og Ferðafélag Íslands stóðu sameiginlega fyrir ferð í Langasjó sunnudaginn 25. júní. Mikil ásókn var í ferðina og var fullbókað í hana á örfáum dögum og komust færri að en vildu. Í ljósi þessa munu félögin reyna að koma á annarri slíkri ferð að ári.

SJÁ VERKEFNI »

Skólinn í náttúrunni

Náttúruskoðun og útivist er nú í boði í fræðslusetri Landverndar í Alviðru við Sogið undir Ingólfsfjalli. Þar mæta skólabekkir með kennara sínum og njóta leiðsagnar staðarráðsmanns um náttúru svæðisins.

SJÁ VERKEFNI »
Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Landvernd hvetur til vistaksturs

Keppni í vistakstri, þar sem fyrrum umhverfisráðherrar og fjölmiðlafólk eru meðal þátttakenda, fer fram í Reykjavík laugardaginn 15. nóvember sem hluti af sérstökum Landverndardegi. Þennan sama dag verða einnig sjálfboðaliðar á vegum Landverndar á ferðinni í Nauthólsvík, á Olísstöðvum og í verslunarmiðstöðvum, sem munu kynna starfsemi samtakanna og bjóða fólki að gerast félagar í samtökunum.

SJÁ VERKEFNI »