Upptaka frá pallborði um náttúruvernd og loftslagsmál
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Hvernig er hægt að ræða loftslagsmál og umhverfismál við börn án þess að valda loftslagskvíða og vonleysistilfinningu?
Mikilvægt er að nálgast þessi flóknu mál á forsendum barnanna sjálfra eftir þroska þeirra og getu. Það getur verið ágætt að hugsa samræðurnar sem upphafið af dýpri skilningi sem eykst með tímanum.
Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt.
Loftslagsvandinn verður ekki leystur með sömu meðulum og skópu hann. Íslendingar verða umfram allt að sýna hugrekki og virkja hugvitið í stað þess að sækja sífellt meira í stórbrotna og verðmæta náttúru landsins. Tryggvi Felixson skrifar.
Um 20 fyrirtæki bera ábyrgð á 2/3 heildarlosunar Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Árið 2021 var hagnaður þessara fyrirtækja 136 milljarðar fyrir skatt. Góður vilji nægir ekki þegar kemur að loftslagsmálum.
Viðskiptaráð heldur á lofti mikilvægi einkaframtaks í orkumálum og að losa fyrirtækin undan oki skriffinnsku til að flýta fyrir orkuframkvæmdum. Það er hættuspil að sniðganga og gengisfella þær reglur sem eiga að tryggja að nýting orkuauðlinda landsins valdi sem minnstum náttúruspjöllum.
Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru í sinni umsjá njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði?
Hvernig var árið 2022 þegar kemur að umhverfismálunum? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar fer yfir árið og bendir á að ákvarðanir sem við tökum í dag ákvarði framtíðina.
Tryggvi Felixson fjallar um mikilvægi leiðsögumanna og hvernig þeir geta tengt mann og náttúru. Ávarp í tilefni af 50 ára afmæli Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.
Tryggvi Felixson gagnrýnir aðgerðir íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og kallar þær barnalega léttvægar. Sú hugmyndafræði sem skapaði vandann mun ekki leysa hann.
Framkvæmdastjóri Landverndar spyr hvernig það megi vera að Norðurál geti orðið umhverfisfyrirtæki ársins hjá Samtökum atvinnulífsins.
Hverfisfljót og umhverfi þess eru einstakt svæði, sem yrði gjörspillt með áformaðri Hnútuvirkjun. Skipulagsstofnun kolfelldi virkjunina þegar umhverfisáhrif hennar voru metin. Tryggvi Felixson formaður Landverndar skrifar um málið.
Framkvæmdastjóri Landverndar segir ávinninginn af raforkuframleiðslu Íslendinga fara að verulegu leyti úr landi. Hún segir að raforkan sem nú fer til stóriðju geti skapað verðmæti annarsstaðar. Mikið afl sé í fjölbreyttu íslensku atvinnulífi.
Tryggvi Felixson skrifar um orkuskipti sem við getum verið stolt af. Náttúruvernd, loftslagsvernd og orkuskipti tala saman.
Orkuskipti sem við getum verið stolt af – orkuskipti, loftslagsvernd og náttúruvernd haldast í hendur. Hér kynnir Landvernd sviðsmyndir um raforkuskipti.
Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn. Hér eru 10 aðgerðir sem sveitarstjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið.
Aðalfundur Landverndar 2022 kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Grænni samgönguinnviði, orkunýtni og orkuskipti ber að setja í algjöran forgang þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum.
Aðalfundur Landverndar 2022 skorar á ríkisstjórnina og á umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og fjármálaráðherra sérstaklega, að beita sér fyrir fjárhagslegum hvötum og gjöldum til þess að atvinnulífið taki virkan og afgerandi þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Án raunhæfra aðgerða atvinnufyrirtækjanna er ljóst að losunarfyrirheit fyrir 2030 nást ekki.
Ungt umhverfisfréttafólk miðlar fréttum og upplýsingum um umhverfismál á fjölbreyttan máta. Sigurvegarar í samkeppninni Umhverfisfréttafólks 2022.