Þú er hér - Category: NÁTTÚRUVERND

Framúrskarandi í losun gróðurhúsalofttegunda

Það sem væri skynsamlegast fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnulífið að gera er að stórauka fjármögnun loftslagsaðgerða til að tryggja nægan samdrátt í losun og tryggja samtímis að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs viðhaldist eða jafnvel aukist á næstu árum.

SJÁ VERKEFNI »

Flumbrugangur í virkjun rafmagns

Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar – og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin.

SJÁ VERKEFNI »

Aðalveikin

„Það yfirlæti sem er líklega skaðlegast af öllu er hugmynd okkar mannanna um að við séum aðalatriði heimsins og hafin yfir aðrar tegundir í vistkerfinu.”

SJÁ VERKEFNI »

Lærum af reynslunni fyrir náttúruna og okkur öll

Orkuskiptin mega ekki verða til þess að verkfærunum sem sett hafa verið fram til þess að forgangsraða virkjanakostum í gegnum rammaáætlunarferlið verði hent út í hafsauga. Því það er á hinu stjórnmálalega sviði en ekki í hinu faglega ferlið sem að verkefnið hefur tafist.

SJÁ VERKEFNI »

Lýðræðið og öræfin fótum troðin

Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var lýðræðið fótum troðið og þeim jafnvel hótað atvinnumissi sem ekki studdu framkvæmdirnar. Ákvarðanir um virkjanir ætti að sjálfsögðu að taka á faglegum og lýðræðislegum forsendum þar sem hagsmunir náttúru og komandi kynslóða verða hafðir í heiðri.

SJÁ VERKEFNI »

Verbúðin Ísland

Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út?

SJÁ VERKEFNI »