Upptaka frá pallborði um náttúruvernd og loftslagsmál
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Hér getur þú horft á pallborð með frambjóðendum um náttúruvernd og loftslagsmál!
Við skorum á stjórnmálaflokka að mæta til kosninga með skýra stefnu í náttúru- og loftslagsmálum!
Það sem væri skynsamlegast fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnulífið að gera er að stórauka fjármögnun loftslagsaðgerða til að tryggja nægan samdrátt í losun og tryggja samtímis að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs viðhaldist eða jafnvel aukist á næstu árum.
Nærri Húsavík var í sumar plægt upp fallegt og vel gróið búsvæði margra fuglategunda sem verpa á opnum svæðum – á miðjum varptíma!
Landvernd gagnrýnir að veitt hafi verið virkjanaleyfi vindorkuvers við Búrfell án þess að heildarstefna um vindorku liggi fyrir.
Mundu að skrá þig í Grjóthálsgönguna!
Alþingi og sveitarstjórnum ber skylda til að gera umhverfisvænan lífsstíl ódýrari, auðveldari og eftirsóknarverðari.
Í umfjöllun um orkumál er stundum látið að því liggja að þjóðinni beri skylda til að virkja allt sem rennur og kraumar – og svo vindinn að auki. Þannig geti Íslendingar lagt sinn skerf af mörkum í heimi sem skortir endurnýjanlega orku. En rösum ekki um ráð fram. Stórfelld spjöll á náttúru landsins vegna flumbrugangs í virkjun rafmagns, verða ekki aftur tekin.
„Að erlendir aðilar, horfi til eyjunnar okkar með græðgisglampa í augum, sem einhvers hóls sem hægt væri að sækja endalausa græna orku til, er martröð í mínum augum.”
„Það yfirlæti sem er líklega skaðlegast af öllu er hugmynd okkar mannanna um að við séum aðalatriði heimsins og hafin yfir aðrar tegundir í vistkerfinu.”
Landvernd skorar á stjórnvöld að hefja að nýju vinnu við undirbúning þjóðgarðs eða þjóðgarða á hálendinu. Sátt virðist meðal almennings og stjórnvalda um nauðsyn þess
Landsmenn þurfa að geta leitað réttar síns óáreittir og er sá réttur tryggður með lögum.
Orkuskiptin mega ekki verða til þess að verkfærunum sem sett hafa verið fram til þess að forgangsraða virkjanakostum í gegnum rammaáætlunarferlið verði hent út í hafsauga. Því það er á hinu stjórnmálalega sviði en ekki í hinu faglega ferlið sem að verkefnið hefur tafist.
Ábendingar og mótmæli íbúa og annarra hagsmunaaðila eiga að geta leitt til breytinga á áformum um framkvæmdir og jafnvel að hætt sé við þær.
Landnýting hefur breyst mikið og nú er eftirspurn eftir landi til margra annarra nota en fyrir hefðbundinn búskap.
Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var lýðræðið fótum troðið og þeim jafnvel hótað atvinnumissi sem ekki studdu framkvæmdirnar. Ákvarðanir um virkjanir ætti að sjálfsögðu að taka á faglegum og lýðræðislegum forsendum þar sem hagsmunir náttúru og komandi kynslóða verða hafðir í heiðri.
Tap á líffræðilegri fjölbreytni, eða einfaldlega lífbreytileika, er eitt alvarlegasta vandamál okkar tíma. Nýtt verkefni er komið á laggirnar.
Mikilvægi náttúrunnar er meira en flest okkar grunar. Í náttúru finnum við hugarró, kyrrð og endurnærumst. Náttúran verndar lífbreytileika, bindur kolefni og er búsvæði villtra dýra.
Meint ójafnvægi í raforkumálum þýðir að einhver hefur líklega selt stórnotendum umfram það sem hægt er að framleiða með góðu móti.
Hálendi Íslands er auðlind fyrir okkur og heimsbyggðina, að mestu ósnortið og í því liggja verðmæti til framtíðar. En hvað verður um náttúruna, hverjir fá orkuna, fyrir hverja verður hálendið? Þyrftum við kannski að ræða það, áður en enn frekari stórframkvæmdir breiðast út?