Tófan er lukkudýr Skóla á grænni grein og grænfánans. Landvernd.

Vistspor og orka

Vistspor og orka

Afmælispakki grænfánans í nóvember

Grænfáninn er 20 ára á Íslandi. Tófan, lukkudýr Skóla á grænni grein heldur á stórri afmælisköku með 20 kertum.
Fótspor eftir skó á mold, umkringt blómum. Vistspor og orka sem við notum. Afmælispakki frá grænfánanum.

Skólar á grænni grein og grænfáninn á Íslandi fagnar 20 ára afmæli á árinu og þér er boðið í afmælið!
Í hverjum mánuði opnum við lítinn afmælispakka sem samanstendur af fræðsluefni og verkefnum tileinkað ákveðnu viðfangsefni.

Deildu pakkanum með öðrum!

VERKEFNI

HORFA

LESA

Hvað veist þú
um vistspor?

Allir Jarðarbúar, vilja lifa eins góðu lífi og hægt er. Því er mikilvægt að ganga ekki of nærri auðlindum Jarðar öðru fólki og lífverum.

Við þurfum að lifa lífinu á sjálfbærari hátt en við gerum nú.

En hvað er sjálfbærni?

Skoðum það aðeins nánar.

Við vitum að allir Jarðarbúar vilja borða hollan og góðan mat á hverjum degi og búa í húsi með rafmagni og rennandi vatni.

Þeir vilja einnig hafa eitthvað um það að segja í hvernig samfélagi þeir lifa og hafa rétt til menntunar, heilbrigðiskerfis og annarrar grunnþjónustu.

Og við vitum líka að jörðin býr yfir auðlindum sem Jarðarbúar þurfa á að halda til að lifa, svo sem hreinu vatni, fersku lofti og fæðu.

Hún býr einnig yfir auðlindum sem nýttar eru sem hráefni í iðnaði og framleiðslu.

Það að jarðarbúar vilji lifa góðu lífi ræðst af því hvað jörðin getur gefið okkur. Þess vegna er talað um sjálfbærni þegar allir jarðarbúar geta lifað góðu, mannsæmandi lífi án þess að gengið sé nærri auðlindum jarðar þ.e að þær séu nýttar þannig að þær nái að endurnýja sig. Ef sumir nota of mikið er of lítið til fyrir aðra.

En hvernig getum við vitað hve sjálfbæru lífi við lifum?

Vistspor er aðferð til að mæla sjálfbærni. Vistspor segir til hve mikið við notum og hve mikið rusl og úrgang við búum til. Vistspor fólks getur verið stórt og lítið. Við viljum hafa vistsporið okkar sem minnst.

Vistspor er mælt í jarðhekturum og er einn jarðhektari er 100X100 metrar

Til þess að átta sig betur á stærðinni þá er það ca. eins og einn og hálfur fótboltavöllur.

Vistspor er því það haf- og landsvæði sem við þurfum til að standa undir neyslunni okkar. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið.

Jarðarbúar eru 7,9 milljarðar

Til að lifnaðarhættir okkar geti talist sjálfbærir má hver manneskja á jörðinni núna ekki nota meira en 1,6 jarðhektara til að lifa sínu lífi – það er eins og að hafa tæplega þrjá fótboltavelli til að búa til allt sem þurfum eins og matinn sem við borðum, efnið í fötin sem við klæðumst o.fl. Í dag er meðal vistspor í heiminum 2,7 jarðhektarar.

Vistspor Íslendinga er mjög hátt. Það er 12,7 jarðhektarar. Ef allir myndu neyta eins og Íslendingar þyrftum við 6 jarðir.

Það sem útskýrir þetta háa vistspor er lífstíll Íslendinga.

Óhófleg neysla, mikill meirihluti af vörum sem við kaupum er fluttar inn frá fjarlægum löndum, notkun flugsamgangna er mjög algeng og Íslendingar nota einkabílinn mikið.

Munur á vistspori þjóða er mikill og endurspeglar ójöfnuð heimshluta. Á Norðurlöndunum er vistsporið frekar hátt á meðan það er undir meðaltali í mörgum löndum Afríku og suður-Asíu.

Með því að nota of mikið, kaupa hluti sem er hent eftir stutta stund erum við að nota meira en Jörðin getur endurnýjað. Þá lifum við ekki þeirra þolmarka sem náttúran gefur heldur lifum við á yfirdrætti, líkt og þegar við kaupum eitthvað sem við höfum í raun ekki efni á? Það er því á kostnað komandi kynslóða.

 

Þetta hefur ekki alltaf verið svona en fyrir fimmtíu árum, í kringum 1970 fór mannkynið að byrja að lifa á yfirdrætti og aldrei í sögu jarðarinnar höfum við notað eins mikið og nú. Það er margt sem við getum sjálf gert til þess að hafa áhrif á umhverfismálin og sjálfbæra þróun og minnka þannig vistsporið okkar. Neyslu þríhyrningur Landverndar er hannaður til þess að hjálpa einstaklingum við nákvæmlega þetta.

Með því að styðjast við hann gerumst við ábyrgir neytendur. Þegar við kaupum eitthvað er góð regla að skoða hvort varan samræmist okkar gildum og spyrja okkur spurninga eins og :

Frá hvaða landi kemur varan?

Fá þeir sem framleiða vöruna mannsæmandi laun?

Er hugað að dýravelferð við gerð vörunnar?

Er gengið mikið á auðlindir jarðar við framleiðslu vörunnar?

Hefur varan þungt vistspor?

Oft getur verið erfitt að finna svörin við öllum spurningum okkar. Til þess að einfalda okkur valið er gott að þekkja viðurkennd umhverfismerki sem segja til um t.d. framleiðsluhætti, umhverfisáhrif og mannréttindi.

Það að endurhugsa neysluna felur líka í sér að skoða ferðalögin sem við förum í og hvernig við ferðumst. Förum við til dæmis á bíl í skólann eða hjólum við? Förum við í margar styttri utanlandsferðir á ári eða eina lengri? Því allt þetta hefur áhrif á vistspor okkar.

Getur þú minnkað þitt vistspor?

Mundu við getum öll haft áhrif

Við getum öll haft áhrif

Verkefni

Loftmynd af lítilli eyju með einu húsi í hafinu í Króatíu. Eyjan mín.

Eyjan okkar

Verkefni fyrir 12-20 ára nemendur. Nemendur ímynda sér að hverfið sem þeir búa í/ bærinn/ bæjarfélagið sé eyja. Þau skoða hvar þau fá orku og ...
Opna verkefni
Stjörnubjartur himinn séður neðan úr djúpu gili. Geimskipið.

Geimskipið

Nemendur skoða það sem mannfólkið þarfnast til að lifa og skipuleggja lítið samfélag sem hefur allt sem það þarf í litlu geimskipi. Verkefni fyrir 10-20 ára ...
Opna verkefni
Hringrásarhagkerfið - mynd frá Umhverfisstofnun.

Hringrásarhagkerfið – verkefni

Nemendur læra um hringrásarhagkerfið og velta fyrir sér hringrás þeirra hluta sem þeir tengja við. Fyrir 8-16 ára.
Opna verkefni
Margir hlutir í hillu í geymslu. Svarthvít mynd. Hugleiðingar um hluti er verkefni frá Skólum á grænni grein

Hugleiðingar um hluti

Í þessu verkefni skoða nemendur hluti með kennara og velta fyrir sér hvaðan þeir koma, úr hverju þeir eru og ræða uppruna þeirra. Jörðin veitir ...
Opna verkefni
Horft yfir Reykjavík, háhýsi í forgrunni og hafið og Esjan í bakgrunni.

Hvað getum við gert? Gerum það!

Nemendur skoða hvað þeir geta gert til að styðja við loftslagið, umhverfið og náttúruna og framkvæma það. Verkefni fyrir 10-16 ára.
Opna verkefni
Fótspor eftir skó á sandi. Kolefnisspor.

Kolefnisspor – Vistspor. Hvert er mitt spor?

Nemendur læra um kolefnisspor og vistspor og nota reiknivélar til að finna eigið kolefnisspor og vistspor. Verkefni fyrir 12-20 ára.
Opna verkefni
Hendur á lofti á fyrirlestri. Námskeið.

Námskeið – búum til námskeið og fræðum aðra

Nemendur kynna sér málið og útbúa námskeið fyrir jafnaldra eða almenning. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Opna verkefni
Ungur maður situr á kletti og horfir yfir frjósama jörð - skóg. Auðlindir.

Náttúruauðlindir – hvað er það?

Nemendur læra um auðlindir og hvað það merki að þær séu endurnýjanlegar eða óendurnýjanlegar. Verkefni fyrir 16-25 ára.
Opna verkefni
Múffa í opnu gulu nestisboxi. Nestið mitt, verkefni frá Skólum á grænni grein.

Nestið mitt

Nemendur skoða nestið sitt og meta virði þess og kostnað fyrir umhverfið og náttúruna. Verkefni fyrir 14-20 ára.
Opna verkefni
Orkuverkefni. Listræn ljósmynd þar sem ljós dreifast um myndina. Orkuverkefni fyrir börn.

Orkuverkefni

Nemendur læra um orku sem við notum í daglegu lífi og velta fyrir sér eigin orkunotkun. Verkefni fyrir 4-10 ára.
Opna verkefni
20 flíkur á snúru fyrir utan ljósbláa byggingu. Óskilamunir er verkefni frá Skólum á grænni grein.

Óskilamunir

Óskilamunir í skólanum eru skoðaðir og greindir - hvað kosta þeir? Nemendur skoða virði hlutanna og finna vonandi í leiðinni eitthvað sem þeir hafa týnt ...
Opna verkefni
Vistspor er mælikvarði á hve miklar auðlindir jarðar maðurinn notar. Mynd frá Grunnskóla Borgarfjarðar Eystri, 2019, landvernd.is

Vistsporið mitt

Nemendur læra um vistspor og skoða sitt eigið vistspor. Í kjölfarið koma þeir með tillögur að því hvernig má minnka vistsporið og kynna þetta á ...
Opna verkefni

Deildu með okkur hugmyndum og myndum

Sendu okkur myndir af verkefnavinnunni og við komum þeim á framfæri!

Ítarefni

Áhrif loftslagsbreytinga á réttindi barna. Ævar Þór Benediktsson útskýrir loftslagsbreytingar. UNICEF. 

Skilaboð frá Greta Thunberg. Enska. 3:30 mín. #NatureNow. WWF. World Wildlife Fund. 

Greta Thunberg. Viðtal. Why We Need Government Action to Save the Planet. 9:10 mín. Enska. Greta Thunberg  og Trevor Noah ræða saman.  The Daily Show  

Home. Fræðslumynd á vef Menntamálastofnunar. 

Hvað getum við gert? Endurhugsum framtíðina, stuttþáttaröð Landverndar um neyslu.

Hvað getum við gert? Staðan. 1. Þáttur. 10. Mín. Félag Sameinuðu þjóðanna og Saga film. 

Jörðin. Hvað er að gerast? 10:00 mín. Viðtal við Sævar Helga Bragason. Krakkarúv. 

Kolefnishringrás. Enska. Ætlað miðstigi og yngra stigi.

Kolefnishringrás. Enska. Ætlað unglingastigi og eldri.

Nauðsynjar. Fræðslumyndband um loft og loftslagsbreytingar. 6:30 mín. Jörð í hættu!? 

Loftslagsbreytingar. Mörg myndbönd. Enska og Franska. Office for Climate Education. 

 

Eplið og Jörðin. Verkefni í Sjálfbærni, grunnþáttur menntunar. 

Jörð í hættu!? Þverfaglegt námsefni sem samþættir náttúrufræði og samfélagsgreinar. 

Grænu skrefin. Menntamálastofnun. Grænu skrefin. Menntamálastofnun. 

Kolefnisreiknir. Hefur þú reiknað út þitt kolefnisspor? Efla og Orkuveita Reykjavíkur.

Komdu og skoðaðu umhverfið. Menntamálastofnun. 

 

Verður heimurinn betri? Námsefni frá Félagi Sameinuðu þjóðanna. 

Skoðaðu dagskrá afmælisársins og kynntu þér afmælispakka frá starfsfólki Skóla á grænni. 

#grænfáninn20ára

#grænfáninn20ára

Notaðu myllumerkið #grænfáninn20ára og merktu Landvernd og Grænfánann á samfélagsmiðlum. 

Kynntu þér menntaverkefni Landverndar

GRÆNFÁNINN

Nemendur og starfsfólk í grænfánaskólum nota skrefin sjö til að breyta skólastarfinu í átt að sjálfbærni. Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er skólum sem innleiða menntun til sjálfbærni á þennan hátt. 

Nemendur læra um endurheimt náttúrulegra gæða og mikilvægi hennar fyrir gróður og jarðveg, líffræðilega fjölbreytni og baráttuna við loftslagshamfarir. Verkefnið er samstarfsverkefni þátttökuskóla, Landverndar og Landgræðslunnar. Meira um Vistheimt með skólum…

Nemendur læra um umhverfismál og miðlun efnis. Þátttakendur flytja fréttir um umhverfismál á fjölbreyttan máta og eru valin framlög send í alþjóðlega keppni. Meira um Ungt umhverfisfréttafólk…