Leitarniðurstöður

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Um Alviðru

Alviðra í Ölfusi er fræðslusetur Landverndar. Þar er boðið upp á útivist, skemmtun og fræðslu um náttúru og lífríki Íslands. Félagar í Landvernd geta ræktað matjurtir í grenndargarði, og gæludýraeigendum býðst að grafa dýr sín í dýragrafreit. Þá er hlaðan til leigu fyrir samkvæmi, og íbúðarhúsið til leigu til fundarhalds og kennslu.

Skoða nánar »
Hugmyndasamkeppni um Alviðru 2017, landvernd.is

Hugmyndasamkeppni um Alviðru

Landvernd leitar nú eftir hugmyndum félagsmanna og almennings um hvernig nýta megi Alviðru í þágu náttúru- og umhverfisverndar þannig að ákvæði Magnúsar séu virt. Hugmyndirnar þurfa að vera raunhæfar og sýna þarf fram á sannfærandi rekstrargrunn.

Skoða nánar »