Leitarniðurstöður

Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Um Alviðru

Alviðra í Ölfusi er fræðslusetur Landverndar. Þar er boðið upp á útivist, skemmtun og fræðslu um náttúru og lífríki Íslands. Félagar í Landvernd geta ræktað matjurtir í grenndargarði, og gæludýraeigendum býðst að grafa dýr sín í dýragrafreit. Þá er hlaðan til leigu fyrir samkvæmi, og íbúðarhúsið til leigu til fundarhalds og kennslu.

Skoða nánar »
Hugmyndasamkeppni um Alviðru 2017, landvernd.is

Hugmyndasamkeppni um Alviðru

Landvernd leitar nú eftir hugmyndum félagsmanna og almennings um hvernig nýta megi Alviðru í þágu náttúru- og umhverfisverndar þannig að ákvæði Magnúsar séu virt. Hugmyndirnar þurfa að vera raunhæfar og sýna þarf fram á sannfærandi rekstrargrunn.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Landnámshænur setjast að í Alviðru

Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26. september 2010.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Kennaranámskeið í Alviðru.

Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l. Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru

Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Opinn veiðidagur

Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.

Skoða nánar »
Alviðra í Ölfusi og Öndverðarnes eru einstakt útivistarsvæði þar sem hægt er að njóta náttúrulegs skógar og lífbreytileika.

Dagskrá að hefjast í Alviðru.

Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.

Skoða nánar »