Land og saga, fræðsla fyrir skólahópa í Alviðru
Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar.
Hvað getum við komið auga á ef við lesum í landið? í þessari fræðsluheimsókn er sjónum er beint að jarðfræði og sögu lands og þjóðar.
Vordagskrá fyrir skólahópa í Alviðru. Fuglarnir leika aðalhlutverk. Gengið verður um Þrastarskóg og fuglar skoðaðir með sjónauka.
Alviðra í Ölfusi er fræðslusetur Landverndar. Þar er boðið upp á útivist, skemmtun og fræðslu um náttúru og lífríki Íslands. Félagar í Landvernd geta ræktað matjurtir í grenndargarði, og gæludýraeigendum býðst að grafa dýr sín í dýragrafreit. Þá er hlaðan til leigu fyrir samkvæmi, og íbúðarhúsið til leigu til fundarhalds og kennslu.
Aðalfundur Landverndar 2020 ályktaði um skiptingu Alviðru og Öndverðarness II.
24. júní kl. 19:30. Öll velkomin í Jónsmessugöngu um hlíðar Ingólfsfjalls, með útsýni yfir Sogið og Grímsnesið. Bjarni Harðarson veitir leiðsögn.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Landverndar fagnar nú 90 ára afmæli, Landvernd sendir henni heillaóskir og þakkir fyrir stuðning á liðnum áratugum. Samtökin koma til með að gróðursetja 90 bjarkir í Vigdísarrjóðri í Alviðru þegar frost fer úr jörðu.
Hvaða hlutverki vilja félagsmenn Landverndar og aðrir að Alviðra gegni til framtíðar? Hvaða starfsemi gæti farið þar fram? Hvernig er best að nýta landgæði Alviðru?
Landvernd leitar nú eftir hugmyndum félagsmanna og almennings um hvernig nýta megi Alviðru í þágu náttúru- og umhverfisverndar þannig að ákvæði Magnúsar séu virt. Hugmyndirnar þurfa að vera raunhæfar og sýna þarf fram á sannfærandi rekstrargrunn.
Boðað er til almenns félagsfundar um málefni Alviðru fimmtudaginn 27. október kl. 20 í sal Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
Gestir fóru í náttúruleiki, týndu plöntur og veiddu skordýr í sól og blíðu.
Í boði verður fjölbreytt náttúruskoðun, ganga og náttúruleikir fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi. Dagskráin hefst kl. 13. Allir velkomnir.
Dagskrá Landverndar með fræðslu og gönguferðum í fallegu umhverfi Alviðru sumarið 2013.
Landvörður í Alviðru leiðir gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.
Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13-16 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.
Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26. september 2010.
Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l. Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu.
Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.
Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.
Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.